Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 07. apríl 2024 23:47
Brynjar Ingi Erluson
Pochettino: Kannski ekki nógu þroskaðir
Mynd: Getty Images
Argentínski stjórinn Mauricio Pochettino segist ekki viss um að Chelsea sé nógu þroskað til að vera samkeppnishæft á þessum tímapunkti í ferlinu.

Frammistaða Chelsea hefur verið í miklu ójafnvægi allt tímabilið.

Miðað við verðmæti hópsins þá hefur liðið spilað langt undir getu en það situr nú í 9. sæti deildarinnar eftir að hafa gert 2-2 jafntefli við Sheffield United í dag.

Chelsea var 2-1 yfir alveg fram að uppbótartíma er Oli McBurnie jafnaði metin. Pochettino er ekki viss um að hópurinn hafi þroska í að spila á þriggja daga fresti.

„Þegar þú ert 52 ára gamall þá ertu fljótur að sjá það hvort liðið sé samkeppnishæft eða ekki. Kannski er þessi hópur ekki nógu þroskaður til að berjast á þriggja daga fresti. Þetta er nýtt lið og við erum enn að læra um eiginleika þeirra. Ferlið mun alltaf taka tíma og það eru engir töfrar hér. Þetta er verkefni, sem tekur um þrjú til fimm ár að byggja.“

„Við erum í undanúrslitum enska bikarsins. Við vorum ekki í góðri stöðu í byrjun, en það er eðlilegt. Við þurfum að sætta okkur við þetta og vinna í því að laga vandamálin,“
sagði Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner