Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Ekkert vanmat fyrir leikinn gegn Bayern - „Eigum að sýna Kane virðingu“
Harry Kane
Harry Kane
Mynd: Getty Images
Martin Ödegaard, fyrirliði Arsenal, segir að það verði ekkert vanmat þegar liðið mætir Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu á morgun.

Arsenal hefur verið á flugi, bæði á Englandi og í Evrópuboltanum á þessari leiktíð.

Liðið er á toppnum í ensku úrvalsdeildinni og er að takast að rífa í sundur hvern andstæðinginn á fætur öðrum.

Bayern er á meðan á mjög slæmum stað. Liðið er sextán stigum frá toppliði Bayer Leverkusen og er úr leik í þýska bikarnum.

Enski landsliðsfyrirliðinn Harry Kane hefur átt ótrúlegt tímabil þrátt fyrir erfiðleika Bayern, en Ödegaard segir að liðið verði að bera virðingu fyrir honum.

„Við eigum að sýna honum virðingu, en við eigum ekki að óttast neinn. Við eigum að pæla í okkur og þeim gæðum sem við höfum í liðinu og það er það eina í þessu.“

„Kane er auðvitað góður leikmaður. Ég hef spilað gegn honum nokkrum sinnum og við vitum vel hvaða gæði hann hefur í teignum og svo er hann góður að tengja spilið. Við erum að mæta góðu lið á þriðjudag [á morgun],“
sagði Ödegaard.
Athugasemdir
banner
banner