Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 15:30
Elvar Geir Magnússon
Hæstánægðir með Pulisic og ætla að framlengja samningnum
Pulisic hefur
Pulisic hefur
Mynd: EPA
Il Corriere dello Sport segir að AC Milan sé tilbúið að virkja ákvæði í samningi Christian Pulisic og framlengja hann til júní 2028.

Bandaríski landsliðsfyrirliðinn hefur fundið sig vel í ítölsku A-deildinni með tíu mörk í 29 leikjum 2023-24.

Milan var keyptur frá Chelsea á 20 milljónir evra síðasta sumar og talað er um hann sem bestu kaup félagsins.

Í heildina hefur Pulisic skorað þrettán mörk og átt átta stoðsendingar í 41 leikjum í öllum keppnum.

Pulisic er 25 ára og samningur hans til júní 2027 en Milan hefur ákvæði um að geta framlengt til 2028. Ítalskir fjölmiðlar segja að forráðamenn félagsins séu þegar vissir um að rétt sé að nýta sér það og framlengja dvöl vængmannsins.

Pulisic elskar lífið á Ítalíu og er byrjaður að læra ítölsku. Hann hefur verið notaður í ýmsum stöðum á þessu tímabili; sem hægri vængmaður, vinstri vængmaður og sóknarmiðjumaður.

„Ég vissi hvaða gæðum Pulisic býr yfir og ég skynjaði mjög jákvæða hluti það þegar ég talaði við hann fyrst. Það var ákveðni, forvitni og áhugi á öllu sem ég hafði að segja. Hann talar ekki mikið en hugarfarið sést vel. Hann er sannur fagmaður og leggur mikið á sig til að hjálpa liðinu," segir Stefano Pioli stjóri Milan en liðið hefur unnið fimm leiki í röð í ítölsku A-deildinni.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 33 9 12 12 35 40 -5 39
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 33 7 11 15 36 56 -20 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner
banner