Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 16:30
Elvar Geir Magnússon
Rodrygo: Vildum forðast að mæta besta liði heims
Rodrygo, leikmaður Real Madrid.
Rodrygo, leikmaður Real Madrid.
Mynd: EPA
Rodrygo, sóknarleikmaður Real Madrid, segir Manchester City vera besta lið heims í dag og viðurkennir að leikmenn spænska stórliðsins hefðu viljað sleppa við að mæta því í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Á Bernabeu vellinum glæsilega fer fyrri leikur Real Madrid og Manchester City fram annað kvöld. City hafði betur og vann keppnina í fyrra þegar liðin mættust.

„Í hreinskilni sagt vildum við sleppa við að mæta þessum andstæðingi. Ég held að þetta hafi líka verið öfugt, þeir hafi ekki viljað mæta okkur," segir Rodrygo.

„Man City er virkilega gott lið en okkar lið er líka mjög öflugt. Það verður gaman að mæta þeim aftur. Þeir eru ríkjandi meistarar, þeir eru heimsmeistarar. Í dag eru þeir besta lið heims og við berum fulla virðingu."
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 33 26 6 1 71 22 +49 84
2 Barcelona 33 21 8 4 64 37 +27 71
3 Girona 33 22 5 6 69 40 +29 71
4 Atletico Madrid 33 20 4 9 62 39 +23 64
5 Athletic 33 16 10 7 53 33 +20 58
6 Real Sociedad 33 13 12 8 46 35 +11 51
7 Betis 33 12 13 8 41 39 +2 49
8 Valencia 33 13 9 11 35 34 +1 48
9 Villarreal 33 12 9 12 54 55 -1 45
10 Getafe 33 10 13 10 41 45 -4 43
11 Osasuna 33 11 6 16 37 49 -12 39
12 Sevilla 33 9 11 13 42 46 -4 38
13 Alaves 33 10 8 15 31 38 -7 38
14 Las Palmas 33 10 7 16 30 41 -11 37
15 Vallecano 33 7 13 13 27 42 -15 34
16 Mallorca 33 6 14 13 27 39 -12 32
17 Celta 33 7 10 16 37 50 -13 31
18 Cadiz 33 4 14 15 23 46 -23 26
19 Granada CF 33 4 9 20 36 61 -25 21
20 Almeria 33 1 11 21 32 67 -35 14
Athugasemdir
banner