Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 09:30
Brynjar Ingi Erluson
Segir að Man Utd sé að spila eins og smálið - „Veist aldrei hvað þú færð frá þeim“
Mynd: EPA
Írska goðsögnin Roy Keane talaði um frammistöðu Manchester United gegn Liverpool á Sky Sports í gær, en enn og aftur gagnrýni hann liðið og spilamennsku þess.

United hefur vissulega ekki náð miklu flugi á tímabilinu. Það er alltaf næstum því að detta í gírinn en síðan fer liðið aftur á byrjunarreit.

Það hefur vantað meiri stöðugleika þegar það kemur að því að ná í úrslit en Keane hafði orð á því á Sky að hann væri ekki hrifinn af leikstíl liðsins.

Liverpool var með mikla yfirburði gegn United á Old Trafford í gær en United náði samt sem áður í stig. Liverpool klúðraði vissulega mörgum góðum sénsum, en samt voru það gestirnir sem þurftu að bjarga stigi undir lokin.

„Þú þarft þessa karaktera, þessa leiðtoga. Ég endurtek mig í hverri einustu viku, en það er nákvæmlega sem þú þarft frá hóp af leikmönnum,“ sagði Keane eftir leik.

„Man Utd er að spila eins og lið sem er um miðja deild, smálið. Þú veist aldrei hvað þú færð frá þeim.

„Það er smá spenningur en ef þú vilt vinna stóru verðlaunin, þá þarftu að keppa og mæta til leiks í hverri einustu viku. Þessir leikmenn gera það ekki og tölfræðin styður við það. Þeir hafa tapað tólf leikjum, markahlutfallið er -1 og það er bara alls ekki nógu gott,“
sagði Man Utd-goðsögnin.

United er ellefu stigum frá Meistaradeildarsæti þegar sjö leikir eru eftir af tímabilinu.
Athugasemdir
banner
banner
banner