Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 14:00
Hafliði Breiðfjörð
Skrítnasta regla fótboltans var afnumin og félögin eru að venjast því
Allt var með sóma hjá Fylki, klukkan gekk áfram og sýndi uppgefinn uppbótartíma. Nóg var að gerast í lokin svo uppbótartíminn lengdist.
Allt var með sóma hjá Fylki, klukkan gekk áfram og sýndi uppgefinn uppbótartíma. Nóg var að gerast í lokin svo uppbótartíminn lengdist.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Framarar stoppuðu klukkuna í fyrri hálfleik en kipptu því í lag í lok leiks.
Framarar stoppuðu klukkuna í fyrri hálfleik en kipptu því í lag í lok leiks.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Skrítnasta regla fótboltans hefur verið afnumin og þó það hafi verið smá hnökrar á nýttu öll félög sér það á endanum í fyrstu umferð Bestu-deildarinnar.


Í áratugi hefur fótboltaáhugafólk velt því fyrir sér afhverju leikklukkan stoppar alltaf í 45 eftir fyrri hálfleik og 90 í lok leiktíma þegar uppbótartími er enn eftir.

KSÍ breytti þessari reglu hjá sér fyrir þetta tímabil, nú ráða félögin því sjálf hvort klukkan gangi áfram eða ekki. Allur gangur var á þessu í fyrstu fimm leikjum 1. umferðar Bestu-deildar karla um helgina.

Víkingur lét klukkuna sína í Víkinni ganga áfram í fyrsta leik mótsins á móti Stjörnunni á laugardagskvöldið.

Framarar létu hana bara ganga upp í 45 í fyrri hálfleik gegn Vestra í gær en höfðu kippt því í lag í lok leiksins. KA lét klukkuna ganga áfram þegar HK kom í heimsókn.

Tíminn stóð í stað hvað þetta varðar hjá Val því þar stoppaði klukkan í 45 þegar flautað var til hálfleiks en eins og hjá Fram var því kippt í lag fyrir uppbótartímann í lok leiksins.

Í Árbænum gekk klukkan svo áfram allan uppbótartímann þegar Fylkir og KR mættust. Mikil dramatík var í lokin þar og því gaman fyrir áhorfendur að átta sig á hvað tímanum leið.
Athugasemdir
banner
banner