Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mán 08. apríl 2024 13:13
Elvar Geir Magnússon
Tvö stig í viðbót dregin af Everton (Staðfest) - Tveimur stigum frá fallsæti
Stuðningsmenn Everton fá annan skell.
Stuðningsmenn Everton fá annan skell.
Mynd: EPA
Tvö stig í viðbót hafa verið dregin af Everton vegna brota á fjárhagsreglum. Fyrr á tímabilinu voru tíu stig dregin af liðinu en því var breytt í sex eftir áfrýjun.

Everton færist nær sínu fyrsta fall í 73 ár en liðið er tveimur stigum fyrir ofan fallsvæðið í ensku úrvalsdeildinni þegar sjö umferðir eru eftir.

Everton hyggst áfrýja þessri seinni refsingu, eins og félagið gerði með þá fyrri.

Samkvæmt reglum um hagnað og sjálfbærni geta félög tapað 105 milljónum punda á þremur árum en óháð nefnd komst að því að Everton hafi farið yfir það viðmið, munar þar um 16,6 milljónum punda.

Hætta er á að Everton fari í greiðslustöðvun ef liðið fellur. Félagið er að byggja nýjan leikvang sem hefur þó ekki verið fjármagnaður á fullu. Fjárfestingahópurinn umdeildi 777 Partners er að vinna að því að taka yfir Everton en þau mál hafa gengið brösuglega.
Athugasemdir
banner
banner