Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Meistaraspáin - Eru fáránlega heitir þessa daganna
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Ingólfur Sigurðsson og Viktor Unnar Illugason spá í leikina.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Allir spámennirnir spá því að Arsenal vinni í kvöld.
Allir spámennirnir spá því að Arsenal vinni í kvöld.
Mynd: Getty Images
City eru ríkjandi Evrópumeistarar.
City eru ríkjandi Evrópumeistarar.
Mynd: Getty Images
Luka Modric.
Luka Modric.
Mynd: EPA
Meistaradeildin heldur áfram að rúlla í kvöld þegar hin mjög svo áhugaverðu átta-liða úrslit hefjast. Það eru virkilega áhugaverð einvígi framundan.

Meistaraspáin er skemmtileg keppni sem er spiluð meðfram útsláttarkeppninni hér á Fótbolta.net.

Sérfræðingar í ár eru Ingólfur Sigurðsson, fótboltamaður og þjálfari, og Viktor Unnar Illugason, þjálfari hjá Val. Starfsfólk Fótbolta.net spáir einnig í leikina. Spáð er um úrslit allra leikja í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar. Fyrir hárréttar lokatölur fást þrjú stig en eitt stig ef rétt tákn er á leiknum.

Ingólfur Sigurðsson

Arsenal 1 - 0 Bayern München
Arsenal er á mun betri stað en Bayern í augnablikinu og taka þetta. Havertz með markið.

Real Madrid 2 - 1 Man City
Það er eitthvað sem segir mér að City muni ströggla í kvöld. Vincius með tvö og De Bruyne skorar eitt.

Viktor Unnar Illugason

Arsenal 2 - 1 Bayern München
Arsenal eru fáránlega heitir þessa dagana og vinna þennan leik, 2-1. Vörnin hefur verið mjög góð hjá Arsenal en Harry Kane finnur glufu og skorar.

Real Madrid 1 - 2 Man City
Real kemst yfir í þessum leik í fyrri hálfleik en City koma til baka og verða óheppnir að klára þetta ekki 1-3.

Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon

Arsenal 3 - 1 Bayern München
Ofboðslega voru Arsenal menn góðir gegn mínum mönnum í Brighton um liðna helgi. Það er einhver rosaleg reisn yfir þeim. Svo horfði ég á Bayern liðið hrynja eins og spilaborg gegn Heidenheim, liði sem margir vissu ekki að væri til. Að Thomas Tuchel sé enn með vinnu er mér algjörlega óskiljanlegt. Áran yfir Bayern er vond, Tuchel er pirraður og Arsenal mun í kvöld leggja grunninn að því að komast áfram. Harry Kane skorar samt eitt.

Real Madrid 2 - 2 Man City
Risaslagur. Fór í pílagrímsferð á Bernabeu fyrr á árinu og dauðlangar að borða tapas, drekka vín og fara svo á völlinn í kvöld því þetta einvígi verður veisla. Þetta verður leikurinn þar sem Erling Haaland finnur aftur flugið og mun svo ekki líta til baka það sem eftir lifir tímabils. Luka Modric jafnar fyrir Madrídinga í lokin.

Staðan í heildarkeppninni:
Viktor Unnar Illugason - 17
Fótbolti.net - 14
Ingólfur Sigurðsson - 9
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner