Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 09. apríl 2024 18:19
Brynjar Ingi Erluson
Byrjunarliðin í Meistaradeildinni: Ederson og De Bruyne á bekknum í Madríd - Dier og Kane byrja
Phil Foden byrjar en De Bruyne er á bekknum
Phil Foden byrjar en De Bruyne er á bekknum
Mynd: Getty Images
Eric Dier er í vörn Bayern
Eric Dier er í vörn Bayern
Mynd: Getty Images
Tveir leikir fara fram í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en Arsenal mætir Bayern München á Emirates-leikvanginum á meðan Manchester City heimsækir Real Madrid á Santiago Bernabeu.

Jakub Kiwior og Gabriel Martinelli koma inn í byrjunarlið Arsenal gegn Bayern en þeir Gabriel Jesus og Oleksandr Zinchenko fá sér sæti á bekknum.

Harry Kane og Eric Dier eru báðir í byrjunarliði Bayern í kvöld. Leikirnir hefjast klukkan 19:00.

Arsenal: Raya, White, Saliba, Gabriel, Kiwior, Odegaard, Jorginho, Rice, Saka, Havertz, Martinelli.
Varamenn: Ramsdale, Partey, Gabriel Jesus, Smith Rowe, Nketiah, Tomiyasu, Trossard, Vieira, Nelson, Elneny, Hein, Zinchenko.

Bayern: Neuer, Kimmich, Dier, de Ligt, Davies, Goretzka, Laimer, Sane, Musiala, Gnabry, Kane.
Varamenn: Upamecano, Kim, Coman, Choupo-Moting, Zaragoza, Peretz, Guerreiro, Muller, Ulreich, Tel, Mazraoui, Pavlovic.

Það eru heldur óvæntar fréttir frá Madríd. Kevin de Bruyne og Ederson eru báðir á bekknum. Ederson er að ná sér eftir meiðsli en er samt klár í að sitja á bekknum. Stefan Ortega er því áfram í markinu.

Phil Foden er í liði Man City og þá er John Stones í vörninni.

Real Madrid: Lunin, Carvajal, Rudiger, Tchouameni, Mendy, Kroos, Valverde, Camavinga, Bellingham, Vinicius Jr, Rodrygo.
Varamenn: Kepa, Fran, Militao, Nacho, Modric, Joselu, Vazquez, Ceballos, Fran Garcia, Diaz, Guler.

Man City: Ortega, Akanji, Stones, Dias, Gvardiol, Rodri, Kovacic, Bernardo, Foden, Grealish, Haaland.
Varamenn: Ederson, Carson, Doku, De Bruyne, Alvarez, Gomez, Nunes, Bobb, Susoho, Lewis.
Athugasemdir
banner
banner
banner