Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 18:45
Brynjar Ingi Erluson
Rúnar Páll í bann - HK fékk sekt vegna fjölda gulra spjalda
Rúnar Páll verður í banni gegn Val á sunnudag
Rúnar Páll verður í banni gegn Val á sunnudag
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Fylkis, verður í banni er liðið tekur á móti Val í annarri umferð Bestu deildar karla um helgina, en þetta staðfesti aga- og úrskurðarnefnd KSÍ í dag.

Eftir 4-3 tap Fylkis gegn KR um helgina fékk Rúnar að líta rauða spjaldið fyrir mótmæli.

Þjálfarinn var ósáttur við að hafa ekki fengið aukaspyrnu undir lok leiks og samkvæmt Olgeiri SIgurgeirssyni, aðstoðarþjálfara Fylki, átti Rúnar að hafa sagt eitthvað út í loftið, en fékk að líta rauða spjaldið fyrir það.

Rúnar mætti ekki í viðtal eftir leikinn en Olgeir kom í stað hans.

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur dæmt Rúnar í eins leiks bann og verður hann því ekki á hliðarlínunni er Fylkir tekur á móti Val á sunnudag.

Fylkir fékk alls 40 þúsund krónur í sekt þar sem Rúnar og Halldór Steinsson, forráðamaður, fengu að líta rauða spjaldið.

HK fékk þá 7000 króna sekt vegna fjölda gulra spjalda en alls fengu sjö frá HK að líta gula spjaldið í 1-1 jafnteflinu gegn KA á Greifavelli.

Dómarar voru spjaldaglaðir í fyrstu umferðinni en alls voru gefin 52 gul spjöld og tvö rauð.
Athugasemdir
banner
banner
banner