Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 15:19
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sú sem byrjar er með betra markahlutfall en Popp
Icelandair
Schüller í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Schüller í leik gegn Íslandi á Laugardalsvelli.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexandra Popp.
Alexandra Popp.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Þjóðverjar hafa opinberað byrjunarlið sitt fyrir leikinn gegn Íslandi í undankeppni EM 2025 í kvöld.

Eins og greint var frá fyrr í dag, þá er Alexandra Popp ekki með. Hún er stærsta stjarnan í liði Þýskalands og þeirra helsta sóknarvopn.

Lestu um leikinn: Þýskaland 3 -  1 Ísland

En í hennar stað kemur inn Lea Schüller, sóknarmaður Bayern München. Þar er hún liðsfélagi Glódísar Perlu Viggósdóttur, fyrirliða Íslands.

Schüller er með betra markahlutfall en Popp með þýska landsliðinu þar sem hún hefur skorað 36 mörk í 57 landsleikjum og er með 0,63 mörk að meðaltali í hverjum leik. Popp hefur skorað 67 mörk í 137 landsleikjum og er með 0,49 mörk að meðaltali í leik.

Schüller hefur á yfirstandandi tímabili skorað níu mörk í 16 deildarleikjum með Bayern en hún var næst markahæsti leikmaðurinn í undankeppni HM 2023 með 15 mörk í níu leikjum.

Schüller skoraði þegar Þýskaland vann 4-0 sigur á Íslandi í fyrra en þá kom hún inn af bekknum.

Hér fyrir neðan má sjá byrjunarlið Þýskalands en sex þessara leikmanna koma annað hvort úr Bayern eða Wolfsburg, sem eru tvö bestu liðin í Þýskalandi.

Byrjunarlið Þýskalands:
12. Ann-Katrin Berger (m)
2. Sarai Linder
3. Kathrin Hendrich
4. Bibiane Schulze
6. Lena Oberdorf
7. Lea Schüller
9. Sjoeke Nüsken
13. Elisa Senß
15. Giulia Gwinn
19. Klara Bühl
22. Jule Brand
Athugasemdir
banner
banner
banner