Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 18:09
Brynjar Ingi Erluson
Svekkjandi tap í Þýskalandi
Icelandair
Hér sést Hlín skora eina mark íslenska liðsins
Hér sést Hlín skora eina mark íslenska liðsins
Mynd: Mirko Kappes
Sveindís fór meidd af velli í fyrri hálfleik
Sveindís fór meidd af velli í fyrri hálfleik
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þýskaland 3 - 1 Ísland
1-0 Lea Schüller ('4 )
1-1 Hlín Eiríksdóttir ('23 )
2-1 Lea Schüller ('34 )
3-1 Bibiane Schulze ('45 )
Lestu um leikinn

Íslenska kvennalandsliðið tapaði fyrir Þýskalandi, 3-1, á Tivoli-leikvanginum í Aachen í undankeppni Evrópumótsins í kvöld, en þetta var þriðja tap íslenska liðsins gegn Þjóðverjum á síðustu sjö mánuðum.

Lea Schüller var ógnandi strax í byrjun og tók hana aðeins fjórar mínútur að koma Þjóðverjum yfir með skalla.

Pressan hjá heimakonum var í fyrsta flokki og átti íslenska liðið í miklu basli til að byrja með en síðan náði liðið að vinna sig betur inn í leikinn.

Diljá Ýr Zomers kom sér í ágætis færi sem Ann-Katrin Berger varði og nokkrum mínútum síðar komst Ingibjörg Sigurðardóttir í dauðafæri en setti boltann yfir eftir undirbúning frá Karólínu Leu Vilhjálmsdóttur og Glódísi Perlu VIgósdóttur.

Markið lá í loftinu og það kom aðeins átta mínútum síðar eftir gott spil. Sveindís Jane Jónsdóttir var með bakið í markið, en náði að koma honum á Karólínu sem framlengdi út vinstra megin á Diljá.

Hún kom með boltann fyrir markið, sem Sveindís missti af, en Hlín Eiríksdóttir var klár á fjærstönginni til að koma boltanum í netið.

Þremur mínútum eftir markið fékk Kathrin Hendrich gula spjaldið fyrir ljóta tæklingu á Sveindísi. Íslenska landsliðskonan lenti á öxlinni, en reyndi að harka þetta af sér. Það gekk ekki og var henni skipt af velli en Bryndís Arna Níelsdóttir kom inn í staðinn.

Íslenska liðið missti dampinn eftir að hafa misst Sveindísi af velli og tókst Þjóðverjunum að skora tvö mörk undir lok hálfleiksins. Schüller komst á undan Ingibjörgu í boltann og tókst að skalla honum í netið áður en Bibiane Schulze bætti við þriðja markinu eftir vandræðagang í teignum og það á versta tíma, rétt undir lok fyrri hálfleiks.

Snemma í síðari hálfleiknum vildi íslenska liðið fá víti er haldið var í Hlín í teignum. Íslensku stelpurnar báðu um víti en fengu ekkert.

Jule Brand átti skalla í stöng þegar hálftími var eftir. Brand kom sér í mörg færi á mínútunum á eftir en tókst bara engan veginn að koma boltanum í netið. Ekki hennar dagur.

Þjóðverjar fengu færin til að bæta við en mörkin urðu ekki fleiri í Aachen. Lokatölur 3-1 fyrir Þýskaland sem er með tvo sigra af tveimur mögulegum en Ísland með þrjú stig.

Þýska liðið hefur nú unnið Ísland þrisvar sinnum síðustu sjö mánuði en liðið vann tvisvar í Þjóðadeildinni í september og október.

Ísland mætir Austurríki í tveimur leikjum í lok maí og byrjun júní, sem verða gríðarlega mikilvægir í barátunni um að komast á EM á næsta ári.
Landslið kvenna - Undankeppni EM
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    Þýskaland 2 2 0 0 6 - 3 +3 6
2.    Austurríki 2 1 0 1 5 - 4 +1 3
3.    Ísland 2 1 0 1 4 - 3 +1 3
4.    Pólland 2 0 0 2 1 - 6 -5 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner