Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 09. apríl 2024 10:17
Elvar Geir Magnússon
Svona eru áhersluatriðin hjá dómurunum - Kynnt fyrir félögunum síðasta fimmtudag
Áhersluatriðin hafa komið mörgum í opna skjöldu.
Áhersluatriðin hafa komið mörgum í opna skjöldu.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis fékk rautt í fyrstu umferð.
Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari Fylkis fékk rautt í fyrstu umferð.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Í kjölfar umræðunnar um áherslur dómara í Bestu deildinni hefur KSÍ nú sent frá sér hver áhersluatriði dómaranefndar sambandsins séu.

Þar kemur fram að fulltrúar leikmanna og þjálfara hafi verið boðaðir á fund sem fram fór síðasta fimmtudag. - „Langflest félög senda sína fulltrúa á þessa fundi," kemur fram á heimasíðu KSÍ en ljóst er að þessi atriði hafa hinsvegar alls ekki skilað sér til allra leikmanna og þjálfara í deildinni.

Áhersluatriðin voru þá ekki kynnt fyrir fjölmiðlum og þar með hinum almenna fótboltaáhugamanni.

Fram kemur á heimasíðu KSÍ að áhersluatriði dómaranefndar byggi á knattspyrnulögunum og nýjustu breytingum sem Alþjóðanefndin (IFAB) hefur gert á lögunum og fyrirmælum um túlkun þeirra. Hér að neðan má sjá hvaða áhersluatriði eru í gangi.

Mótmæli gagnvart dómurum og þegar hópast er um þá
Tekið er á mótmælum með orðum eða látæði t.d. þegar höndum er sveiflað.

Áminna skuli fyrir ögrandi hegðun í garð dómara og þegar hópast er um dómarann. Við hópögranir beri að lágmarki að sýna einum leikmanni úr hvoru liði gula spjaldið.

Gerist leikmenn sekir um að hópast um dómarann við mótmæli eða til þess að reyna að hafa áhrif á ákvörðun hans (t.d. með því að heimta gult eða rautt spjald á mótherja) ber dómaranum að áminna a.m.k. einn þeirra sem þannig haga sér (oftast þann sem hefur sig mest í frammi).

Því til viðbótar ber að áminna hvern þann leikmann sem leggur á sig langa leið til þess að koma mótmælum sínum á framfæri.

Óíþróttamannsleg hegðun (áminning)
- Sparka/kasta bolta burt eftir að leikur hefur verið stöðvaður.
- Taka bolta og fara með hann.
- Fara fyrir og eða hindra töku aukaspyrnu.
- Leiktafir.

Boðvangur
Taka ber á allri ósæmilegri/óábyrgri hegðun þeirra sem eru á tæknisvæðinu. Sama hvort að um sé að ræða varamenn eða aðila úr starfsteymi liðanna. Einungis einum aðila er heimilt að standa fram í boðvangi í einu og þá einungis til að koma á framfæri leikrænum leiðbeiningum til sinna leikmanna.
Athugasemdir
banner
banner
banner