Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 12:00
Elvar Geir Magnússon
Er „lægðin“ hjá Haaland áhyggjuefni fyrir City?
Erling Haaland hefur ekki verið að finna sig nægilega vel.
Erling Haaland hefur ekki verið að finna sig nægilega vel.
Mynd: Getty Images
Franska blaðið L'Equipe gaf Erling Haaland aðeins 3 af 10 í einkunn fyrir frammistöðu hans í 3-3 leik Manchester City gegn Real Madrid á Spáni í gær.

Blaðið segir Haaland oft eiga erfitt uppdráttar í allra stærstu leikjunum og að Antonio Rudiger, varnarmaður Real Madrid, hafi verið með hann í vasanum.

Haaland hefur týnst í nokkrum stórum leikjum að undanförnu og var ekki áberandi í leiknum í gær. Á síðasta tímabili skoraði hann tólf mörk í ellefu leikjum i Meistaradeildinni og er með sex í átta hingað til.

Þegar kemur að tölfræði yfir vænt mörk þá hefur hann lækkað úr 10,6 niður í 6,4 og þá hefur hlutfall skota lækkað frá 29,3% í 15,8%.

Í úrvalsdeildinni hefur hann skorað nítján mörk í 25 leikjum á tímabilinu en gerði 36 í 35 á því síðasta.

Þá hefur Haaland ekki skorað í þeim þremur leikjum sem hann hefur spilað gegn Real Madrid. Spænska liðið er sá andstæðingur sem hann hefur oftast mætt í Evrópuleikjum án þess að ná að skora.

„Hann virkar alls ekki eins beittur og hann gerði á síðasta tímabili. Hann er magnaður markaskorari en það er eins og menn eigi auðveldara með að halda honum í skefjum," segir enski vængmaðurinn Chris Waddle.
Athugasemdir
banner
banner