Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Hinshelwood framlengir við Brighton til 2028
Mynd: Getty Images
Enski miðjumaðurinn Jack Hinshelwood hefur skrifað undir nýjan fjögurra ára samning við enska úrvalsdeildarfélagið Brighton.

Hinshelwood, sem er 18 ára gamall, hefur fengið ágætlega stórt hlutverk í liði Brighton á tímabilinu.

Hann hefur fengið fleiri tækifæri vegna meiðslavandræða í hópnum og nýtt þau tækifæri vel eða alveg þangað til hann meiddist í febrúar.

Á þessu tímabili hefur hann kom við sögu í 23 leikjum og skorað þrjú mörk.

Hinshelwood hefur ákveðið að taka slaginn áfram með Brighton en hann skrifaði undir nýjan samning í gær sem gildir til ársins 2028.

„Ég er ótrúlega ánægður fyrir Jack og fjölskyldu hans. Hann hefur sýnt að hann er topp leikmaður og verðskuldar þennan nýja samning. Við söknum hans ótrúlega og getum ekki beðið eftir því að fá hann aftur á völlinn,“ sagði Roberto De Zerbi, stjóri Brighton.
Athugasemdir
banner
banner
banner