Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 14:27
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Höttur/Huginn fær Víði frá Fram (Staðfest)
Víðir í leik með Hetti/Hugin í fyrra.
Víðir í leik með Hetti/Hugin í fyrra.
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Víðir Freyr Ívarsson mun annað tímabilið í röð spila með Hetti/Hugin í 2. deildinni. Hann lék með liðinu í fyrra á láni frá HK en nú kemur hann til H/H frá Fram. Samningur hans við Fram gildir út árið 2025.

Víðir, sem skoraði fimm mörk fyrir H/H síðasta sumar, samdi við Fram í vetur.

Hann kom við sögu í þremur leikju mmeð Fram í Reykjavíkurmótinu og tveimur í Lengjubikarnum.

Víðir er uppalinn hjá Hetti en hefur síðustu ár verið hjá Breiðabliki, Fjölni og svo síðast HK og Fram.

Höttur/Huginn endaði í 6. sæti 2. deidlar i fyrra.

Úr tilkynningu Hattar/Hugins
Hann þarf varla að kynna enda uppalinn og lék með okkur síðasta sumar en hann var virkilega góður þá og verður í lykilhlutverki í sumar.

Víðir er samningsbundinn Fram og kemur hann á láni til okkar yfir sumarið en hann verður orðinn löglegur í næsta leik.

Mjög góðar fréttir og hópurinn er farinn að líta vel út fyrir sumarið.
Athugasemdir
banner