Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 20:57
Ívan Guðjón Baldursson
Meistaradeildin: Spænskir sigrar í miklum markaleikjum
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Fyrri umferð leikja í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu lauk í kvöld, þegar Atlético Madrid og Barcelona unnu nauma sigra í spennandi leikjum.

Barcelona heimsótti Frakklandsmeistara Paris Saint-Germain og leiddi í leikhlé eftir laglegt mark frá Raphinha sem kom í kjölfarið af markmannsmistökum Gigi Donnarumma.

Barca verðskuldaði forystuna í leikhlé en PSG svaraði með tveimur mörkum í upphafi síðari hálfleiks, þar sem Ousmane Dembélé og Vitinha skoruðu með stuttu millibili.

Xavi gerði tvöfalda skiptingu á liði Börsunga á 61. mínútu þar sem Pedri og Joao Felix komu inn á völlinn og lagði Pedri upp jöfnunarmark skömmu síðar.

Staðan var þá orðin 2-2 í jöfnum og skemmtilegum leik og gerði Xavi aftur tvöfalda skiptingu á 75. mínútu, þar sem Daninn reyndi Andreas Christensen kom inn af bekknum og skoraði tveimur mínútum síðar.

Þetta reyndist sigurmark leiksins þar sem tilraunir PSG til að sækja sér jöfnunarmark á lokakaflanum voru máttlausar. Lokatölur urðu 2-3 fyrir Barca, sem fer inn í heimaleikinn með forystu.

Í Madríd átti Atlético frábæran fyrri hálfleik gegn afar slökum gestum frá Dortmund og komst í tveggja marka forystu, þar sem Rodrigo De Paul og Samuel Lino skoruðu mörkin.

Atletico sýndi yfirburði í fyrri hálfleik en seinni hálfleikurinn var talsvert jafnari. Dortmund tókst þó ekki að minnka muninn fyrr en á lokakaflanum, þegar Sebastien Haller skoraði eftir að hafa komið inn af bekknum.

Gestunum tókst ekki að jafna leikinn þrátt fyrir dauðafæri á lokasekúndunum, en Julian Brandt skallaði boltann í samskeytin með einni af síðustu snertingum leiksins.

PSG 2 - 3 Barcelona
0-1 Raphinha ('37 )
1-1 Ousmane Dembele ('48 )
2-1 Vitinha ('51 )
2-2 Raphinha ('62 )
2-3 Andreas Christensen ('77 )

Atletico 2 - 1 Dortmund
1-0 Rodrigo De Paul ('4 )
2-0 Lino ('32 )
2-1 Sebastien Haller ('81 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner