Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 10. apríl 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Mjólkurbikarinn: Keflvíkingar höfðu betur gegn Ólafsvík
Axel Ingi skoraði það sem reyndist sigurmarkið.
Axel Ingi skoraði það sem reyndist sigurmarkið.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur Ó. 2 - 3 Keflavík
0-1 Stefán Jón Friðriksson ('13 )
0-2 Valur Þór Hákonarson ('47 )
1-2 Luis Romero Jorge ('56 )
1-3 Axel Ingi Jóhannesson ('70 )
2-3 Asmer Begic ('84 )

Víkingur Ólafsvík mætti Keflavík í Akraneshöllinni í eina leik kvöldsins, og fyrsta leik 2. umferðar, í Mjólkurbikar karla og úr varð hörku leikur.

Stefán Jón Friðriksson skoraði eina markið í fyrri hálfleik og tvöfaldaði Valur Þór Hákonarson forystu Keflvíkinga í upphafi síðari hálfleiks, en Ólsarar voru ekki á því að gefast upp gegn andstæðingum sínum úr Lengjudeildinni.

Luis Romero Jorge minnkaði muninn niður í eitt mark en Axel Ingi Jóhannesson tvöfaldaði forystu gestanna á ný, áður en Asmer Begic minnkaði muninn aftur á lokakaflanum.

Ólsarar höfðu því nokkrar mínútur til að gera jöfnunarmark en það tókst ekki og stóðu Keflvíkingar uppi sem sigurvegarar að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner