Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 07:00
Brynjar Ingi Erluson
Real Madrid án Tchouameni í Manchester
Mynd: EPA
Spænska félagið Real Madrid verður án franska miðjumannsins Aurelien Tchouameni í seinni leiknum gegn Manchester City í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu.

Frakkinn var á hættusvæði fyrir leikinn í gær en hann var einu gulu spjaldi frá því að fara í leikbann.

Hann var ekkert að spá í því þar sem hann fékk að líta gula spjaldið eftir aðeins 40 sekúndur sem þýðir að hann verður ekki með þegar liðin mætast í Manchester í næstu viku.

Tchouameni spilaði í miðverði í leiknum en Real Madrid er með þá Eder Militao og Nacho til taks fyrir seinni leikinn.

Leikurinn í gær var einn sá skemmtilegasta í keppninni til þessa og fá áhorfendur vonandi svipaða sýningu þegar liðin mætast á Etihad-leikvanginum.

Liðin mættust í undanúrslitum á síðasta ári en þar vann Man City samanlagt, 5-1. Tímabilið á undan var það Real Madrid sem vann í undanúrslitum, 6-5.
Athugasemdir
banner
banner