Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   mið 10. apríl 2024 10:00
Elvar Geir Magnússon
Sektaður fyrir rottufánann en stuðningsmennirnir ætla að borga
Gianluca Mancini sveiflar fánanum.
Gianluca Mancini sveiflar fánanum.
Mynd: EPA
Gianluca Mancini leikmaður Roma fékk 5 þúsund evra sekt fyrir hegðun sína eftir sigur liðsins gegn erkifjendunum í Lazio.

Mancini skoraði sigurmarkið í leiknum og eftir leik þá fagnaði hann með stuðningsmönnum og sveiflaði fána í Lazio litunum með mynd af rottu.

Aganefnd deildarinnar dæmdi hann til að greiða sekt vegna óíþróttamannslegrar framkomu. Stuðningsmenn Roma brugðust við með því að stofna söfnunarsíðu og það tók þá einn dag að safna upp í sektina.

Á söfnunarsíðunni segir að Rómarslagurinn snúist líka um að viðhalda ríg og koma með föst skot á stuðningsmenn andstæðingana. Því hafi stuðningsmenn ákveðið að borga sekt Mancini.

Þá er tekið fram að ef Mancini neiti að taka við greiðslunni þá muni upphæðin renna til góðgerðarmála.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 34 28 5 1 81 18 +63 89
2 Milan 34 21 7 6 64 39 +25 70
3 Juventus 34 18 11 5 47 26 +21 65
4 Bologna 34 17 12 5 49 27 +22 63
5 Roma 34 17 8 9 61 41 +20 59
6 Atalanta 33 17 6 10 61 37 +24 57
7 Lazio 34 17 4 13 43 35 +8 55
8 Fiorentina 33 14 8 11 50 37 +13 50
9 Napoli 34 13 11 10 52 43 +9 50
10 Torino 34 11 13 10 31 31 0 46
11 Monza 34 11 11 12 36 44 -8 44
12 Genoa 34 10 12 12 36 40 -4 42
13 Lecce 34 8 12 14 31 49 -18 36
14 Cagliari 34 7 11 16 36 57 -21 32
15 Verona 34 7 10 17 31 45 -14 31
16 Frosinone 34 7 10 17 43 63 -20 31
17 Empoli 34 8 7 19 26 50 -24 31
18 Udinese 34 4 17 13 32 51 -19 29
19 Sassuolo 34 6 8 20 40 70 -30 26
20 Salernitana 34 2 9 23 26 73 -47 15
Athugasemdir
banner
banner