Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   mið 10. apríl 2024 21:50
Ívan Guðjón Baldursson
Viðar Ari skoraði - Haugesund úr leik eftir vandræðalega vítakeppni
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Haugesund
Það var nóg af leikjum sem fóru fram í norska bikarnum í dag, þar sem Viðar Ari Jónsson skoraði í þægilegum sigri HamKam á útivelli gegn neðrideildaliði Ridabu.

Viðar Ari skoraði annað mark leiksins í 0-5 sigri, á meðan lærisveinar Óskars Hrafns Þorvaldssonar eru dottnir úr leik eftir óvænt tap gegn neðrideildaliði Torvastad.

Staðan var jöfn 1-1 eftir venjulegan leiktíma og var gripið til vítaspyrnukeppni, þar sem lærisveinar Óskars Hrafns gerðu sér lítið fyrir og klúðruðu öllum fjórum spyrnunum sínum. Þeir enduðu á að tapa vítakeppninni 2-0 og eru því úr leik.

Úrslit dagsins má sjá hér fyrir neðan.

Ridabu 0 - 5 HamKam
0-1 H. Udahl ('28)
0-2 Viðar Ari Jónsson ('37)
0-3 J. Norheim ('57)
0-4 N. Ödegard ('59)
0-5 G. Simenstad ('73)

Forde 2 - 6 Sogndal

Torvastad 1 - 1 Haugesund
2-0 eftir vítaspyrnukeppni

Brattvag 1 - 2 Kristiansund

Drobag-Frogn 0 - 10 Fredrikstad

Orn 0 - 3 Mjondalen

Spjelkavik 0 - 2 Ålesund

Sverresborg 0 - 6 Rosenborg

Varhaug 0 - 5 Viking

Hallingdal 0 - 7 Strömsgodset

Athugasemdir
banner
banner