Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 19:30
Ívan Guðjón Baldursson
Eberl getur ekki útskýrt slæma frammistöðu Davies
Mynd: Getty Images
Mynd: EPA
Max Eberl er yfirmaður fótboltamála hjá FC Bayern og svarar reglulega spurningum fréttamanna sem snúa að innanhússmálum stórveldisins.

Eberl var spurður út í bakvörðinn Alphonso Davies, sem á rétt rúmlega ár eftir af samningi sínum við Bayern og er ekki spenntur fyrir að skrifa undir nýjan samning sem stendur.

Davies er með samningstilboð frá Bayern á borðinu en hann hefur óskað eftir að fá upplýsingar um framtíð félagsins áður en hann skrifar undir. Hann vill helst vita hver verður við stjórnvölinn á næstu leiktíð eftir að Thomas Tuchel yfirgefur félagið.

Davies hefur ekki þótt spila sérlega vel á undanförnum vikum og eru spurningar á lofti um hvort það tengist samningsmálum. Hann átti lélegan fyrri hálfleik í 2-2 jafntefli gegn Arsenal á þriðjudaginn og svaraði Eberl spurningum frá fréttamanni BILD í gær.

„Phonzy (Alphonso Davies) lenti í vandræðum gegn Saka en hann er ekki einn um það, margir aðrir bakverðir hafa lent í miklum vandræðum gegn honum. Phonzy var samt mikið betri í seinni hálfleik," sagði Eberl.

„Hann má ekki standa sig illa útaf samningsviðræðum, það er bannað! Ég get ekki útskýrt hvers vegna hann hefur ekki verið sérlega góður undanfarnar vikur. Þessar viðræður ættu ekki að hafa nein áhrif á frammistöðuna."

Talið er að Davies sé með munnlegt tilboð frá Real Madrid um að ganga til liðs við félagið á frjálsri sölu sumarið 2025. Mögulegt er að Bayern neyði Davies til að yfirgefa félagið í sumar með því að selja hann til hæstbjóðandi aðila, en mörg félög eru talin áhugasöm um að krækja í einn af bestu vinstri bakvörðum fótboltaheimsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner