Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   fim 11. apríl 2024 10:16
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Michael Edwards og tölfræðinördunum hans finnist rosalega gott að fá Amorim"
Ruben Amorim, stjóri Sporting.
Ruben Amorim, stjóri Sporting.
Mynd: EPA
Alonso tekur ekki við Liverpool í sumar.
Alonso tekur ekki við Liverpool í sumar.
Mynd: EPA
Klopp hættir með Liverpool eftir tímabilið.
Klopp hættir með Liverpool eftir tímabilið.
Mynd: Getty Images
Rúben Amorim, stjóri Sporting Lissabon, er sá sem er langlíklegastur til að taka við Liverpool af Jurgen Klopp. Eftir að Xabi Alonso, stjóri Bayer Leverkusen, gaf það út að hann myndi ekki skipta um félag í sumar, þá varð Amorim augljósi kosturinn.

Amorim er 39 ára og hefur stýrt Sporting Lissabon síðan 2020. Hann gerði liðið að portúgölskum meistara 2021 og er með liðið á toppi deildarinnar í dag.

Það verður ekki auðvelt verkefni að taka við af Klopp, en það er spurning hvort Amorim sé rétti kosturinn.

„Ég held að Amorim komi," sagði körfuboltaþjálfarinn Hrafn Kristjánsson, sem er mikill stuðningsmaður Liverpool, í síðasta þætti af Enski boltinn.

„Michael Edwards (yfirmaður fótboltamála hjá Liverpool) og Julian Ward sem kom á eftir honum eru með gríðarlega mikil tengsl við portúgalska markaðinn og portúgalskan fótbolta. Miðað við það sem maður hefur lesið var Amorim efstur á lista yfir þá sem tölfræðilega meikuðu mestan sens fyrir Liverpool ef það myndi eitthvað koma upp með Klopp. Svo á Alonso þetta tímabil með Leverkusen og þá skilur maður það alveg."

„Ég held að hann hafi verið fyrsti kostur á löngu tímabili í vetur, eðlilega. Hann þekkir Anfield og er goðsögn. Er að eiga fáheyrt tímabil í Þýskalandi... en hann væri þá að skipta um lið í þriðja sinn á þremur árum og hvort sem honum finnist það fullmikill gassagangur eða þá að það er búið að láta hann vita að Bernabeu bíður á næsta ári, þá fyrirgefur maður honum fyrir báðar sakir," sagði Hrafn.

„Ég held að Michael Edwards og tölfræðinördunum hans finnist rosalega gott að fá Amorim sem þeim langar rosalega mikið að vinna með. Ég vona að hann verði ofan á."

Hrafn segir að það hafi verið yndisleg tilhugsun að fá Alonso aftur til Liverpool, en hann telur að Amorim sé mjög spennandi kostur í starfið.

„Hann hefur náð ansi hröðum uppgangi í portúgölskum fótbolta og skapað sér mikið nafn. Hann er persónuleiki og þú þarft að vera stór persónuleiki. Það voru sögur um að hann hefði sett fótinn niður þegar sögur voru um að Ronaldo myndi snúa aftur til Sporting. Hann vildi fá að gera hlutina á sínum forsendum. Hann er búinn að draga Sporting aftur í hæstu hæðir. Hann spilar 3-4-3 og það væri forvitnilegt," segir Hrafn.

Hægt er að hlusta á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér að neðan.
Enski boltinn - Ekki bara bestu kaup tímabilsins
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 35 25 5 5 85 28 +57 80
2 Man City 34 24 7 3 82 32 +50 79
3 Liverpool 35 22 9 4 77 36 +41 75
4 Aston Villa 35 20 7 8 73 52 +21 67
5 Tottenham 33 18 6 9 67 52 +15 60
6 Man Utd 34 16 6 12 52 51 +1 54
7 Newcastle 34 16 5 13 74 55 +19 53
8 West Ham 35 13 10 12 56 65 -9 49
9 Chelsea 33 13 9 11 63 59 +4 48
10 Bournemouth 35 13 9 13 52 60 -8 48
11 Wolves 35 13 7 15 48 55 -7 46
12 Brighton 34 11 11 12 52 57 -5 44
13 Fulham 35 12 7 16 51 55 -4 43
14 Crystal Palace 35 10 10 15 45 57 -12 40
15 Everton 35 12 8 15 37 48 -11 36
16 Brentford 35 9 8 18 52 60 -8 35
17 Nott. Forest 35 7 9 19 42 62 -20 26
18 Luton 35 6 7 22 48 77 -29 25
19 Burnley 35 5 9 21 38 70 -32 24
20 Sheffield Utd 35 3 7 25 34 97 -63 16
Athugasemdir
banner
banner
banner