Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 13. janúar 2024 07:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Jói Kalli: Á ekki að vera til í okkar orðaforða
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór Ingvi er í hópnum
Arnór Ingvi er í hópnum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Íslenska landsliðið mætir Gvatemala í æfingaleik í Miami í kvöld en leikurinn fer fram á heimavelli Inter Miami. Liðið mætir síðan Hondúras á miðvikudagskvöldið.


Jóhannes Karl Guðjónsson aðstoðarlandsliðsþjálfari ræddi við KSÍ TV um verkefnið.

„Þetta eru svipaðir tveir leikir fyrir okkur og gæti hentað okkur ágætlega inn í okakr framhald, við getum unnið í varnarleiknum. Það verða mikið um læti, mikil ástríða í báðum liðum, við þurfum að vera klárir í slag, einhver stimpill um einhverja æfingaleiki á ekki að vera til í okkar orðaforða," sagði Jói Kalli.

„Við erum klárir í tvo hörku leiki. Þetta er frábær hópur sem við erum með í höndunum, það er góð blanda af ungum strákum, við erum með reynslu hérna líka."

Jói Kalli býst við því að margir leikmenn fái tækifæri í leikjunum tveimur.

„Vonandi sjáum við sem flesta fá mínútur og sjáum alvöru gæði og hugarfar í hópnum," sagði Jói Kalli.

„Það eru nokkir hérna sem eru A landsliðsmenn og aðrir sem eiga framtíðina fyrir sér. Það hafa nokkrir verið að stíga skrefið frá Íslandi í atvinnumennsku. Eldri leikmennirnir eru klárlega klárir í marsverkefnið. Það er undir ungu strákunum komið að sjá hversu hratt þeir stíga skrefið og eru tilbúnir í alþjóðlegan fótbolta en þeir eiga klárlega framtíðina fyrir sér," sagði Jói Kalli.

Jói Kalli segir að janúarverkefni landsliðsins sé mjög mikilvægt.

„Við getum séð það núna mikilvægi þessa glugga út frá því hverjir eru með okkur. Við höfum verið að fá neitanir frá liðum í Skandinavíu en þau lið eru farin að sýna þessu verkefni virðingu þó þetta sé fyrir utan glugga, það sýnir að við erum ekki einir um það að finnast þetta mikilvægur gluggi fyrir íslenska A landsliðið," sagði Jói Kalli.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner