Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 21:17
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Barcelona og Real Madrid unnu - Girona skráir sig úr baráttunni
Joao Felix skoraði sigurmark Barcelona
Joao Felix skoraði sigurmark Barcelona
Mynd: EPA
Artem Dovbyk er markahæstur í deildinni með 17 mörk
Artem Dovbyk er markahæstur í deildinni með 17 mörk
Mynd: EPA
Antoine Griezmann gerði tvö fyrir Atlético
Antoine Griezmann gerði tvö fyrir Atlético
Mynd: EPA
Barcelona og Real Madrid unnu bæði í 31. umferð La Liga á Spáni í dag en Girona er úr leik í titilbaráttunni.

Girona er spútniklið ársins í spænska boltanum. Liðið byrjaði tímabilið af krafti og hélt í við Real Madrid fram yfir áramót en bensínið er að klárast á þeim bænum.

Liðið hefur tapað fimm af síðustu átta leikjum sínum og er nú þrettán stigum á eftir toppliði Real Madrid.

Úkraínumaðurinn Artem Dovbyk kom Girona vissulega í forystu gegn Atlético en tvö mörk frá Antoine Griezmann og eitt frá Angel Correa færði Atlético sigurinn.

Dovbyk er þó markahæstur í deildinni með 17 mörk og spurning hvort hann fari í stærra lið eftir tímabilið.

Joao Felix var hetja Barcelona í 1-0 sigrinum á Cadiz á meðan franski miðjumaðurinn Aurelien Tchouameni skoraði sigurmark Real Madrid gegn Real Mallorca.

Real Madrid og Barcelona berjast nú um titilinn. Madrídingar eru með 78 stig á toppnum en Barcelona er í öðru sæti með 70 stig þegar sjö leikir eru eftir.

Úrslit og markaskorarar:

Atletico Madrid 3 - 1 Girona
0-1 Artem Dovbyk ('4 )
1-1 Antoine Griezmann ('34 , víti)
2-1 Angel Correa ('45 )
3-1 Antoine Griezmann ('50 )

Mallorca 0 - 1 Real Madrid
0-1 Aurelien Tchouameni ('48 )

Cadiz 0 - 1 Barcelona
0-1 Joao Felix ('37 )

Rayo Vallecano 0 - 0 Getafe
Athugasemdir
banner