Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   lau 13. apríl 2024 19:32
Brynjar Ingi Erluson
Umdeildar ákvarðanir kostuðu Bournemouth tvö stig - „Köllum eftir samræmi“
Willy Kambwala átti erfiðan leik í dag
Willy Kambwala átti erfiðan leik í dag
Mynd: EPA
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth
Andoni Iraola, stjóri Bournemouth
Mynd: EPA
Manchester United var heppið að sleppa með eitt stig frá Vitality-leikvanginum í dag en tvær umdeildar ákvarðanir fóru gegn Bournemouth í 2-2 jafntefli liðanna.

United-menn fengu vítaspyrnu eftir rúman klukkutíma þegar skot Kobbie Mainoo fór af leikmanni Bournemouth og þaðan í hönd Adam Smith.

Smith hafði ekki mikinn tíma til að átta sig á því sem var að gerast og gat lítið gert. Vítaspyrna var dæmt og jafnaði Bruno Fernandes metin.

Sjáðu vítaspyrnudóminn

Það var síðan annað atvik seint uppbótartíma þegar Willy Kambwala tók Ryan Christie niður við teiginn. Brotið virðist byrja rétt fyrir utan en Kambwala fylgdi Christie inn í teiginn. Bournemouth fékk ekki vítaspyrnu og var Andoni Iraola, stjóri Bournemouth, ekki beint í skýjunum með dómgæsluna í dag.

„Þetta er í reglunum er það ekki? Boltinn skoppar af liðsfélaga hans og svo gerir Smith þetta ósjálfrátt. Venjulega er ekki dæmt á svona atvik.“

„Mér fannst hins vegar atvikið með Christie vera vítaspyrna. Á móti Newcastle þá fengum við vítaspyrnu á okkur fyrir samskonar atvik, þar sem brotið byrjaði fyrir utan teig. Í dag var hins vegar fyrsti ramminn þegar fyrsta snerting átti sér stað rétt fyrir utan teiginn, en snertingin heldur áfram tvo metra inn í teig, þar sem hann er að stöðva leikmanninn.“

„Þetta var ekki bara eitt augnablik þar sem Christie var kominn í grasið. Varnarmaðurinn fylgir honum einn eða tvo metra inn í teig og fyrir mér er þetta augljóst. Í fyrri hálfleik þá dýfir Mainoo sér og fær ekki gult en Christie fær gult fyrir að dýfa sér í seinni og það var snerting í því. Hver er munurinn?“

„Ég skil að við erum búnir að bjarga okkur frá falli en hvert einasta stig skiptir okkur máli. Allar ákvarðanir hafa farið gegn okkur í síðustu leikjum, en þegar allt kemur til alls þá þurfum við sömu virðingu og önnur lið. Öll liðin eru að spila um mikilvæga hluti og í dag kostaði þetta okkur tvö stig og mikla vinnu. Við köllum eftir samræmi,“
sagði Iraola.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner