Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   sun 14. apríl 2024 15:40
Aksentije Milisic
Andri Lucas klúðraði og skoraði úr vítaspyrnu - Willum lék í tapi
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir

Andri Lucas Guðjohnsen var allt í öllu hjá Lyngby í dag en liðið mætti botnliði Hvidovre á heimavelli í úrslitakeppni dönsku úrvalsdeildarinnar.


Andri gat komið heimamönnum á bragðið eftir tuttugu mínútna leik en honum brást þá bogalistinn af vítapunktinum. Þetta nýttu gestirnir sér í síðari hálfleiknum og komust yfir á 64. mínútu með marki frá Tobias Thomsen, fyrrverandi leikmanni Vals og KR.

Lyngby fékk aðra vítaspyrnu þegar um tuttugu mínútur voru til leiksloka og aftur steig Andri á punktinn. Nú skoraði hann af öryggi og niðurstaðan því 1-1 jafntefli. Andri og Kolbeinn Birgir Finnsson spiluðu allan leikinn en Sævar Atli Magnússon lék rúman klukkutíma.

Lyngby er tveimur stigum fyrir ofan fallsæti á meðan Hvidovre er pikkfast við botninn.

Þá spilaði Willum Þór Willumsson allann leikinn fyrir Go Ahead Eagles þegar liðið tapaði á útivelli gegn Utrecht í hollensku úrvalsdeildinni. GAE er í áttunda sæti deildarinnar.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner