Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 17:15
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Allir ógeðslega ánægðir að hann sé kominn á blað og hlökkum til að sjá meira"
Fyrsta markinu fagnað.
Fyrsta markinu fagnað.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnór ánægður með sinn mann.
Arnór ánægður með sinn mann.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Viktor Jónsson. framherji ÍA, skoraði fyrstu þrennuna á tímabilinu þegar hann afgreiddi HK á sunnudaginn. Viktor skoraði þrennuna á tíu mínútna kafla í seinni hálfleik og breytti stöðunni úr 0-1 í 0-4. Viktor er sterkasti leikmaður umferðarinnar.

Lestu um leikinn: HK 0 -  4 ÍA

Hann skoraði ekki í fyrstu umferð gegn Val og var umræðan á þá leið að það gengi erfiðlega fyrir hann að skora í efstu deild.

Arnór Smárason, fyrlriði ÍA, ræddi við Fótbolta.net í gær og var hann spurður út í Viktor.

„Ég hef engar áhyggjur af Viktori Jónssyni, frábær striker sem getur skorað mörk alls staðar, í hvaða deild sem er held ég. Hann er bara búinn að vera óheppinn og ég held það sé aðallega umræðan. Við erum allir ógeðslega ánægðir að hann sé kominn á blað og hlökkum bara til að sjá meira," sagði Arnór.

Fyrir leikinn gegn HK hafði Viktor skorað 19 mörk í 98 leikjum í efstu deild. Hans markahæsta tímabil í efstu deild eru fimm mörk skoruð í einungis níu leikjum sumarið 2020. Mörkin í næst efstu deild eru hins vegar 79 í 106 leikjum. Eins og Arnór segir hefur Viktor verið óheppinn, meiðsli hafa sett strik í reikninginn.
Arnór Smára: Hafði persónulega mikla þýðingu fyrir mig
Innkastið - Víkingur vinnur leiki sem Valur vinnur ekki
Athugasemdir
banner