Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 19:00
Ívan Guðjón Baldursson
Harry Kane: Mikil vonbrigði ef við vinnum ekki Meistaradeildina
Kane er búinn að skora 39 mörk og gefa 12 stoðsendingar í 39 keppnisleikjum með Bayern.
Kane er búinn að skora 39 mörk og gefa 12 stoðsendingar í 39 keppnisleikjum með Bayern.
Mynd: EPA
Harry Kane skoraði annað marka FC Bayern í 2-2 jafntefli á útivelli gegn Arsenal í fyrri leik liðanna í 8-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í síðustu viku.

Seinni leikurinn fer fram annað kvöld og verður hann spilaður á Allianz Arena í München. Kane segir að ekkert nema sigur komi til greina fyrir Bayern í þessum stórslag. Það væru gríðarleg vonbrigði að detta út á heimavelli, þar sem þetta er eina keppnin sem Bayern getur unnið á tímabilinu.

Bayern hafði unnið Þýskalandsmeistaratitilinn ellefu ár í röð þar til Bayer Leverkusen tryggði sér sinn fyrsta meistaratitil um helgina.

„Við getum ennþá bjargað þessu tímabili með því að vinna Meistaradeildina, það væri stórkostlegt. Ef við dettum úr Meistaradeildinni þá mun þetta festast í minningunni sem vonbrigðatímabil fyrir félagið þar sem okkur mistókst að vinna titil í fyrsta sinn í langan tíma. Hjá Bayern er það skylda að vinna titla á hverju tímabili," sagði Kane, sem hefur unnið ótrúlega lítið af titlum á sínum ferli enda einungis spilað fyrir Tottenham og enska landsliðið.

Kane æfði með Arsenal barn en þótti ekki nægilega efnilegur svo félagið lét hann fara þegar hann var aðeins níu ára gamall. Kane er í dag meðal fremstu fótboltamanna heims og hefur hann verið sérstaklega öflugur í leikjum gegn Arsenal í gegnum tíðina.

„Ég á mikla sögu með Arsenal eftir að hafa verið leikmaður Spurs. Ég hef spilað marga mikilvæga leiki gegn þeim sem voru alltaf stærstu leikir ársins, en núna hef ég hafið annan kafla á mínum ferli. Kannski var það í undirmeðvitundinni að ég þurfti að sanna mig sérstaklega gegn Arsenal eftir að þeir létu mig fara sem barn."
Athugasemdir
banner
banner
banner