Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
banner
   þri 16. apríl 2024 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
Ndicka útskrifaður af spítala
Mynd: Af netinu
Franski varnamaðurinn Evan Ndicka, sem er ættaður frá Fílabeinsströndinni, hneig niður í leik með Roma gegn Udinese í efstu deild ítalska boltans um helgina.

Ástand Ndicka var ekki stabílt þegar hann var borinn af velli og treystu leikmenn sér ekki til að halda áfram að spila fótbolta og því var lokamínútum leiksins frestað.

Ndicka fór beint á spítala og náði sér sem betur fer fljótt. Nokkrum klukkustundum eftir innlögnina bárust fregnir um að hann væri á batavegi og næsta dag, eða í gær, var búið að útskrifa hann.

Staðan var 1-1 í heimaleik Udinese gegn Roma og hefur verið ákveðið að liðin munu klára viðureignina í næstu viku. Það eru um það bil 15 til 20 mínútur eftir af venjulegum leiktíma í Údíne í leik sem er mikilvægur fyrir bæði lið.

Roma er í baráttu um meistaradeildarsæti á meðan Udinese er í fallbaráttu.

Ndicka er 24 ára gamall miðvörður sem gerði frábæra hluti hjá Eintracht Frankfurt áður en hann gekk til liðs við Roma á frjálsri sölu í fyrrasumar og fór beint inn í byrjunarliðið.

Hann hefur reynst mikilvægur hlekkur í varnarlínu Rómverja á tímabilinu, sérstaklega í ljósi meiðslavandræða.

   14.04.2024 20:46
Leikmaður Roma á batavegi eftir að hafa hnigið niður

Athugasemdir
banner
banner
banner