Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
   þri 16. apríl 2024 19:50
Ívan Guðjón Baldursson
Ultras stuðningsmenn Barca grýttu óvart eigin rútu
Mynd: Getty Images
Barcelona og Paris Saint-Germain eigast við í funheitum leik í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar þar sem staðan er 4-3 fyrir Barca sem stendur, en Börsungar eru einum leikmanni færri eftir að Ronald Araújo fékk beint rautt spjald fyrir afar klaufalegt brot.

Fyrir leikinn var Ultras stuðningsmannahópur Barcelona mættur fyrir utan Nývang til að taka á móti liðsrútu PSG með grjótkasti og blysum.

Þegar það birtist loks rúta í gegnum rauða reykmökkinn frá blysunum tóku stuðningsmennirnir að kasta grjótum af öllu afli með það í hyggju að særa leikmenn andstæðinganna eða í það minnsta hræða þá.

Þeir gerðu sér þó ekki grein fyrir því að hér var um að ræða liðsrútu Barcelona og grýttu stuðningsmennirnir því óvart sína eigin liðsrútu í látunum.

Barcelona fans throwing objects and projectiles towards Barcelona bus confusing it with PSG's.
byu/s_91 insoccer

Athugasemdir
banner
banner
banner