Salah, Rashford, Guehi, Ten Hag, Dewsbury-Hall og fleiri í pakka dagsins
banner
   mið 17. apríl 2024 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Elín Helena og Margrét Lea framlengja við Breiðablik
Elín Helena
Elín Helena
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Breiðablik tilkynnti í dag að Elín Helena Karlsdóttir væri búin að framlengja samning sinn við félagið. Elín er miðvörður sem uppalin er hjá félaginu.

Hún lék sinn fyrsta opinbera meistaraflokks leik í meistarar meistaranna 2019. Síðan þá hefur hún leikið yfir 140 leiki í meistaraflokki og var fastamaður í Breiðabliks liðinu á síðasta tímabili. Elín er 21 árs og lék fimm leiki fyrir yngri landsliðin á sínum tíma. Samningur Elínar gildir út tímabilið 2026.

Á sunnudaginn tilkynnti Breiðablik að Margrét Lea Gísladóttir hefði framlengt samning sinn við félagið. Hún er fjölhæfur miðjumaður. Hún verður nítján ára í júlí.

Þrátt fyrir ungan aldur hefur hún þegar leikið 68 leiki í meistaraflokki. Hún sleit krossband sem varð til þess að hún missti af öllu tímabilinu 2022. Hún var á láni hjá Bestu deildar liði Keflavíkur seinni hluta síðasta sumars eftir að hafa verið hjá Gróttu fyrri hlutann. Í vetur kom hún við sögu í öllum sjö leikjum Breiðabliks í Lengjubikarnum.

Margrét Lea hefur leikið 15 unglingalandsleiki fyrir Íslands hönd með U16, U17 og U19.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner