Fundað um Pochettino - Man City tryggir sér undrabarn - Arsenal ætlar að styrkja hópinn
   sun 24. maí 2015 12:32
Arnar Geir Halldórsson
Rússland: Ragnar og félagar unnu mikilvægan sigur
Ragnar í baráttu við Samuel Eto´o fyrr í vetur
Ragnar í baráttu við Samuel Eto´o fyrr í vetur
Mynd: Getty Images
FC Krasnodar 2-1 FK Rostov
1-0 Roman Shirokov (´10)
2-0 Wanderson (´33)
2-1 Vitaliy Dyakov ('77)

Ragnar Sigurðsson lék allan leikinn í hjarta varnarinnar hjá Krasnodar í dag þegar liðið vann mikilvægan sigur í rússnesku úrvalsdeildinni.

Roman Shirokov og Wanderson komu Krasnodar í 2-0 í fyrri hálfleik en Vitaliy Dyakov minnkaði muninn fyrir gestina á 77.mínútu.

Sigurinn styrkir stöðu Krasnodar í 2.sæti deildarinnar en liðið hefur þriggja stiga forskot á CSKA Moskvu sem leikur gegn Rubin Kazan á morgun.

Lokaumferðin fer svo fram um næstu helgi en þá heimsækja Ragnar og félagar Dinamo Moskvu á meðan CSKA Moskva sækir Rostov heim.
Athugasemdir
banner
banner
banner