Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   sun 28. ágúst 2016 17:42
Ívan Guðjón Baldursson
Svíþjóð: Viðar og Elías Már skoruðu mikilvæg mörk
Viðar Örn er markahæstur í sænsku deildinni.
Viðar Örn er markahæstur í sænsku deildinni.
Mynd: Getty Images
Viðar Örn Kjartansson tryggði Malmö þrjú stig gegn Sundsvall í sænska boltanum í dag. Viðar er markahæstur í sænsku deildinni með 14 mörk, en næstu leikmenn eru með 10 mörk skoruð.

Kári Árnason var einnig í byrjunarliði Malmö sem endurheimti toppsætið með sigrinum.

Elías Már Ómarsson lék þá allan leikinn fyrir Gautaborg sem hafði betur gegn Helsingborg.

Hjálmar Jónsson var allan tímann á bekk Gautaborgar sem er í fjórða sæti deildarinnar, tveimur stigum frá Hauki Heiðari Haukssyni og félögum í AIK sem sitja í síðasta Evrópudeildarsætinu.

Sundsvall 0 - 1 Malmö
0-1 Viðar Örn Kjartansson ('64)

Göteborg 2 - 0 Helsingborg
1-0 Elías Már Ómarsson ('1)
2-0 Jakob Andersen ('70)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner