Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
   þri 26. mars 2024 23:13
Arnar Laufdal Arnarsson
„Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara"
Icelandair
Átt flotta innkomu inn í íslenska liðið
Átt flotta innkomu inn í íslenska liðið
Mynd: Mummi Lú
"Ekkert eðlilega svekkjandi, ömurlegt bara" Sagði Hákon Rafn Valdirmarsson markvörður íslenska landsliðsins eftir súrt tap gegn Úkraínu í kvöld er Ísland var grátlega nálægt því að tryggja sér sæti á EM í þýskalandi í sumar.

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Íslenska liðið átti flottan fyrri hálfleik og vorum við 1-0 yfir þegar flautað var til hálfleiks.

"Mér leið vel og ég held að okkur öllum hafi liðið mjög vel, bara hvernig við vorum að spila, leikplanið gekk mjög vel upp síðan ná þeir bara marki inn snemma og svo skora þeir í lokin þegar við erum komnir aðeins of neðarlega"

"Ég veit það ekki ég þarf að sjá þetta aftur en fyrsta markið er mjög skrítið hvernig þetta er bara allt í einu svona opið og annað markið ég veit það ekki, þeir eru með einn þarna fyrir utan og við bara langt frá mönnum ég veit það ekki kannski of þreyttir ég veit það ekki" Sagði Hákon þegar hann var spurður út í þessi tvö mörk sem íslenska liðið fékk á sig.

Hákon hefur komið vel inn í mark íslenska landsliðsins í síðustu leikjum.

"Síðustu leikir verið fínir og byggjum bara ofan á það fyrir næstu leiki og höfum verið að stíga saman sem lið frá leiknum gegn Portúgal í nóvember og verðum betri með hverjum leiknum, við höldum þessu bara áfram og reynum að komast á næsta stórmót"
Athugasemdir
banner
banner