Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
banner
   þri 26. mars 2024 23:49
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Wroclaw
Gummi Tóta: Vonaðist til að hjálparvörnin kæmi
Icelandair
Mynd: Mummi Lú
Mynd: Mummi Lú
„Fyrri leikur fín frammistaða, gerðum það sem við lögðum upp með vel og frábært mark hjá Alberti," sagði niðurlútur Guðmundur Þórarinsson eftir leikinn gegn Úkraínu í kvöld.

;,Við leyfum þeim svo kannski að teyma okkur aðeins of neðarlega á völlinn. Þá verður erfitt að komast nálægt þeim, þannig sé ég þetta núna."

Lestu um leikinn: Úkraína 2 -  1 Ísland

Gummi var spurður hvort það hefði verið komin þreyta í menn í seinni hálfleik. „Þreyta og ekki þreyta, auðvitað er erfitt að ná ekki að halda betur í boltann en við gerðum, þeir eru að sjálfsögðu með mjög gott lið."

„Við gerðum allt rétt í fyrri hálfleik, svo kemur þetta fyrsta mark og þá fá þeir meðbyr með sér og stjórna leiknum og skora aftur."


Bakvörðurinn var spurður út í jöfnunarmarkið þar sem maður komst nokkuð auðveldlega framhjá honum.

„Við komumst upp í góða stöðu og erum mjög opnir þegar þeir svo fá skyndisóknina til baka. Það er spilað á hægri kantmanninn þeirra. ég ætla einhvern veginn að reyna að hægja á honum vonast til að fá hjálparvörnina með mér, það var erfitt að stoppa það. Ég vonast auðvitað til að hjálparvörnin sé þarna, ég þarf að horfa á þetta aftur. Svona man ég þetta í augnablikinu. Ef maður fær svona góðan kantara á sig einn á einn þá er það mjög erfitt, en það hlýtur að vera að ég geti gert það betur. Ég vonaðist til að hjálparvörnin kæmi og hann færi inn á völlinn, bara grátlegt," sagði Gummi.
Athugasemdir
banner
banner