Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
banner
   þri 26. mars 2024 23:15
Brynjar Ingi Erluson
Stefnan er sett á HM - „Maður lærir mest þegar á móti blæs“
Icelandair
Arnór Ingvi Traustason
Arnór Ingvi Traustason
Mynd: Getty Images
Arnór Ingvi í leiknum í kvöld
Arnór Ingvi í leiknum í kvöld
Mynd: Mummi Lú
Landsliðsmaðurinn Arnór Ingvi Traustason var eðlilega svekktur eftir 2-1 tap Íslands gegn Úkraínu í úrslitum EM-umspilsins í kvöld, en hann segir að liðið geti tekið mikinn lærdóm frá leiknum.

Vonir Íslendinga voru miklar þegar flautað var til loka fyrri hálfleiks í Wroclaw.

Albert Guðmundsson kom Íslandi yfir með glæsilegu marki en í þeim síðari tóku Úkraínumenn við sér, skoruðu tvö og komust áfram.

Landsliðsmennirnir sátu því eftir með sárt ennið og missa af farseðlinum á EM.

„Mjög þungar tilfinningar. Það er ekki enn búið að setjast niður en maður er að fatta þetta betur og betur að þetta rann úr okkar greipum.“

„Mér fannst við vera mjög þéttir og skipulagðir. Spiluðum þegar við þorðum og áttum að spila en svo glutruðum við þessu niður,“ sagði Arnór við Fótbolta.net, en hann vildi þó ekki sérstaklega ræða mörkin sem Ísland fékk á sig.

„Það voru kannski ekki mörkin sem skiptu aðalmáli, heldur meira hvernig við komum til leiks í seinni hálfleik. Við þorum ekki að gera það sem við ætluðum og eigum að gera, hættum að spila boltanum og kýlum hann langt upp og þá erum við að bjóða hættunni heim.

„Ég myndi ekki segja að það væri hræðsla en við hættum bara að gera hlutina sem var frekar pirrandi svona eftir á að hyggja.“


Menn eru langt niðri núna en Arnór segir að nú þurfi menn að læra af þessu og gíra sig fyrir undankeppni HM. Stefnan er að komast á það mót.

„Mjög þungt en við þurfum einhvern veginn að læra af þessu og koma okkur út úr þessu sem fyrst. Taka undankeppnina fyrir HM með trompi og setja stefnuna þangað.“

„Klárlega við erum með marga góða og unga stráka. Við lærum af þessu og þeir líka, maður lærir mest þegar á móti blæs og það gerir það svo sannarlega núna. Við þurfum að taka þessu og undirbúa okkur fyrir undankeppnina.“

„Þegar maður hefur prófað það einu sinni þá vill maður gera það aftur. Stefnan er sett þangað,“
sagði Arnór í lokin.
Athugasemdir
banner
banner
banner