Man Utd og Arsenal vilja Guehi - Osimhen gæti farið til Chelsea eða PSG - Geertruida gæti fylgt Slot til Liverpool
Gregg Ryder svekktur: Guy þarf að vera ofarlega á vellinum
Dóri skýtur á fyrrum lærisvein: Fannst Wöhlerinn dýfa sér
Leið eins og í Keanu Reeves mynd - „Serbinn þarf bara aðeins að róa sig“
Axel urðaði yfir Patrik - „Bara ástríða"
Damir: Ekki sama þegar einhver er að meiða liðsfélaga minn viljandi
Aron Elís um vítaspyrnudóminn: Hann rænir upplögðu marktækifæri og það er bara rautt spjald
Haddi: Við eigum mögulega að fá 2-3 víti
Arnar Gunnlaugs: Hann hefði örugglega getað dæmt fleiri víti
„Þetta er eiginlega nýtt sport sem maður þarf að venjast“
Brjálaður út í dómgæsluna - „Algjörlega úr takt við leikinn“
Benedikt Warén: Verðum að gera þetta að heimavellinum okkar
Heimir Guðjóns um átökin: Verður að vera klár í baráttu
Ómar Ingi: Eitthvað sem er ekki hægt að bjóða uppá
Davíð Smári: Algjör iðnaðarsigur - Við erum ein heild
Leist langbest á Fylki: Erfið ákvörðun en ég stend með henni
Gunnar Magnús: Vikan á heimilinu verður eitthvað sérstök
Jóhann Kristinn: Ómetanlegt að hafa markaskorara eins og Söndru
Guðni Eiríks: Þetta var ekki 4-0 leikur
Eva Rut: Skítamark úr horni
Sigurborg Katla: Hamingja í vatninu
banner
   mið 27. mars 2024 22:38
Sölvi Haraldsson
Jón Þór: Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Mér fannst við byrja vel fyrstu 25 mínúturnar og fáum tvö fyrstu færin í leiknum. Við nýttum ekki þau færi og þegar þú kemur hingað og spilar á móti góðu Blikaliði þá þarftu að nýta þessi færi. Síðan fá þeir á silfurfati fyrsta markið og skora úr aukasyrnu rétt fyrir hálfleik. Við höldum áfram að fá góð færi til að jafna í 2-2. En síðan fannst mér botninn detta úr þessu hjá okkur eftir þriðja markið þeirra. Þá riðlast okkar leikur og Blikarnir nýttu sér það. En Mínir menn héldu áfram og á öðrum degi hefði niðurstaðan getað verið önnur. En það var óþarfi að missa þetta niður í 4-1.“ sagði Jón Þór Hauksson, þjálfari Skagamanna eftir 4-1 tap gegn Breiðablik á Kópavogsvelli í úrlistum Lengjubikarsins.


Lestu um leikinn: Breiðablik 4 -  1 ÍA

Skagamenn fengu fín færi í dag til þess að ná í úrslit en Jón Þór telur það að 4-1 gefi ekki rétta mynd af leiknum. 

Fyrir utan þessi færi erum við að skapa okkur fullt af stöðum í fyrri hálfleik þar sem vantaði herslumuninn að breyta þeim í hætttulegi færi og við munum gera það í komandi leikjum. Þessi leikur á eftir að nýtast okkur helling það er engin spurning.

Núna er rétt rúmlega vika í fyrsta leik Skagamanna í Bestu deildinni og Jón Þór lýst vel á framhaldið.

Í tveimur síðustu leikjum í Lengjubikarnum hefur verið dálítið rót á liðinu okkar. Núna höfum við 10 daga að þétta liðið aðeins og að koma síðustu púslunum aðeins inn í þetta.

Jón Þór fékk síðan að sjálfsögðu eina klassíska spurningu á Skagaþjálfarann varðandi Rúnar Má sem er orðaður við ÍA.

Það er ekkert nýtt í því. Hann er bara að æfa á fullu í sinni endurhæfingu og gengur mjög vel.“

Jón Þór segist vera mjög spenntur fyrir komandi átökum í Bestu deildinni.

Maður er bara mjög spenntur. Það er stutt í mót og núna þurfum við bara að gera okkur klára.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner