Liverpool vann í dag sinn áttunda deildarleik í röð þegar liðið slátraði Tottenham, 4-0, á Anfield. Á árinu 2014 hefur liðið ekki enn tapað í deildinni. Liverpool hefur unnið 13 af 15 leikjum sínum og gert tvö jafntefli.
Meira »
Liverpool vann í dag sinn áttunda deildarleik í röð þegar liðið slátraði Tottenham, 4-0, á Anfield. Á árinu 2014 hefur liðið ekki enn tapað í deildinni. Liverpool hefur unnið 13 af 15 leikjum sínum og gert tvö jafntefli.
Meira »
Knattstjórnunaræfingar eru algjört lykilatriði í hæfileikamótun ungra leikmanna. Xavi Hernandes fyrirliði Barcelona sagði í nýlegu viðtali að knattstjórnunaræfingar væru algjör undirstaða leiksins að hans mati!
Meira »
Keppni í norsku úrvalsdeildinni hefst um næstu helgi og hér að neðan má sjá stöðu mála hjá Íslendingunum fyrir mót sem og hjá meistaraliði Strømsgodset.
Það er virkilega spennandi sumar framundan hjá Íslendingum í Noregi í sumar. Fjöldinn allur af spennandi leikmönnum og eigum við allavega þrjá sem vonandi berjast um markakóngstitilinn. Sjálfur ætla ég að gerast svo djarfur og setja pressu á Strákana okkar og búast við 55 mörkum frá þeim öllum samanlagt í sumar. Meira »
Er hugsanlegt að samstarf félaga í knattspyrnu dragi áhuga ungra barna á íþróttinni? Þessari spurningu verður ekki svarað með já-i eða nei-i. Það má hins vegar velta henni svolítið fyrir sér og reyna að átta sig á því hversu gott eða vont það er fyrir knattspyrnuhreyfinguna að félög sameini krafta sína í yngri flokkum. Það sem er jákvætt við að félög starfi saman í einstökum flokkum er að skapa verkefni fyrir börn á fámennum stöðum. Samstarf á fyrst og fremst að snúast um þörfina fyrir samstarfi, ef fjöldinn er til staðar þá þarf ekki samstarf. Þetta er lykilatriðið og segir sig sjálft.
Meira »
Frí því í haust hef ég velt því fyrir mér hversu áhrifamikil snjallsíma menningin er orðin, hvernig hún er farin að teygja sig inní íþróttirnar og draga úr frammistöðu iðkenda.
Meira »
Bill Shankly sagði eitt sinn “Sumt fólk heldur að fótbolti sé upp á líf og dauða, en ég fullvissa ykkur um að það er mun alvarlegra en það”. En er það svo?
Meira »
Þegar ég var yngri fóru pabbi minn og afi með mig á næstum alla fótboltaleiki hjá Breiðabliki og ég hafði mjög gaman að. Ég byrjaði sjálfur að æfa 5 ára og þetta var eitt af mínum aðaláhugamálum þegar ég var krakki. Ég fylgdist æsispenntur með HM 94 í Bandaríkjunum og vissi allt um leikmennina, liðin og hvað var í gangi.
Meira »
„Ég hef sjaldan séð annað eins," sagði Ashley Williams, fyrirliði velska landsliðsins, eftir stórsýningu Gareth Bale gegn Íslandi í gær. Í hverri einustu sókn heimamanna var leitað að þessum dýrasta fótboltamanni heims og áhorfendur tóku við sér. Kominn í sama flokk og Ronaldo og Messi sagði Lars Lagerback eftir leik.
Meira »
Árangur í lífinu getur verið margvíslegur. Þú getur náð góðum árangri í skóla, verið í góðri vinnu og þér almennt vegnað vel.
Meira »
Það væri synd að segja að toppbaráttan í La Liga hafi verið óútreiknanleg síðustu ár. Eftir að Rafa Benítez yfirgaf Spán sumarið 2004 eftir að hafa stýrt Valencia til meistaratitils, hafa risarnir tveir, Real Madrid og Barcelona, verið í algjörum sérflokki í deildinni. Það hefur aðeins einu sinni gerst á síðustu níu tímabilum að annað lið en Real Madrid eða Barcelona hafi endað í öðru af tveimur efstu sætum La Liga; Villareal endaði í öðru sæti ´07-08, tíu stigum á undan Barcelona. Það voru s.s. engin ný tíðindi að Real og Barca væru á toppnum, en bilið milli þeirra og annarra liða var meira en áður og það sem verra var þá fór það sífellt stækkandi. Tímabilið ´08-09 var munurinn milli 2. og 3. sætis átta stig, árið eftir var hann orðinn 25 stig, svo 21 stig og ´11-12 náði hann hámarki þegar 30 stig skildu silfurlið Barcelona og Valencia að. Þetta tveggja turna tal var hætt að vera fyndið og fátt virtist geta stöðvað þessa þróun.
Enter Diego Simeone. Meira »
Pistillinn birtist upphaflega á Sportblogginu
Þeir sem þekkja mig vita að ég elska þýska knattspyrnu og allt tengt henni. Það á þó ekki við um Felix Magath. Það má færa nokkuð góð rök fyrir því að Fulham virðast vera að fara á taugum í ljósi stöðu þeirra í ensku úrvalsdeildinni. Viku eftir að hafa staðfest að staða Rene Meulensteen, þjálfara liðsins, væri örugg hefur félagið ráðið Felix Magath sem stjóra liðsins. Ótrúleg ákvörðun hjá eiganda liðsins Shad Khan, séstaklega í ljósi þess að ákveðin batamerki voru farin að sjást á spilamennsku liðsins. Khan hafði einnig leyft Meulensteen að eyða dágóðum pening í að styrkja liðið í janúar. Meira »
,,Það er ekki staðfest fyrr en það er (Staðfest) innan sviga á Fótbolta.net."
Þetta heyrir maður oft þegar fólk talar saman um fótbolta en þarna er vísað í helsta kennimerki Fótbolta.net frá því vefurinn opnaði fyrst árið 2002. Meira »
Heimsmeistaralið Brasilíu frá 1970 er oft tilkallað sem besta lið sögunnar. Og ekki að ósekju. Liðið naut vissulega góðs af aðstæðum í Mexíkó og flestir eru sammála um að það sem brasilíska liðið afrekaði og hvernig það spilaði myndi aldrei geta gerst í dag, en það er erfitt að mótmæla því að sá sóknarfótbolti sem Brasilía bauð upp á fyrir 44 árum sé ekki einn sá besti, ef ekki sá besti, sem sést hefur.
Meira »
Maðurinn hefur lengi spurt sig þeirrar spurningar hvernig samspil erfða og umhverfis hefur áhrif á líf manna. Fyrst um sinn glímdu heimspekingar við þessa spurningu. John Locke taldi umhverfi skipta meginmáli, við fæðingu var heilinn óskrifað blað en Immanuel Kant taldi að við fæðingu hefði maðurinn einhverja fyrirframgefna þekkingu.
Meira »
Það var ótrúlega tómlegt fyrir utan Old Trafford. Ekkert sem benti til þess að þarna yrði dýrasti leikmaður félagsins frá upphafi kynntur innan skamms. Örfáir túristar með myndavélar voru sjáanlegir og fréttamaður frá Noregi sem spurði vegfarendur út í endurkomu Ole Gunnar Solskjær: Ertu spenntur að sjá Ole Gunnar aftur á Old Trafford? - ,,Hvern? Ég er frá Bandaríkjunum og veit voða lítið um fótbolta. Kannski er betra fyrir þig að tala við einhvern annan.“ Stutt og vont spjall.
Meira »
Úrslitaleiks ensku bikarkeppninnar vorið 1996 er fyrst og fremst minnst, með réttu eða röngu, fyrir þrennt: leiðindi, kremhvít Armani jakkaföt sem leikmenn Liverpool klæddust fyrir leikinn og sigurmark Erics Cantona sem sló botninn í, og var jafnframt svo lýsandi fyrir tímabilið 1995-96. Sjaldan eða aldrei hefur einn leikmaður haft jafn mikil áhrif á titilbaráttu og Cantona þetta tímabilið. Við fyrstu sýn virðast 14 mörk í 30 deildarleikjum hjá framherja í meistaraliði ekki vera ástæða til að slá upp veislu – Frakkinn var aðeins í 9.-11. sæti yfir markahæstu menn deildarinnar – en Cantona virtist ekki nenna að skora mörk nema þau væru mikilvæg. Hann skoraði alls fimm sigurmörk, allt í 1-0 sigrum United, og fjögur jöfnunarmörk og þá eru ótaldar allar þær stoðsendingar sem hann átti. Í ensku bikarkeppninni skoraði hann fjögur mörk til viðbótar við sigurmarkið í úrslitaleiknum.
Meira »
Íslenska handboltalandsliðið stendur í ströngu á EM í Danmörku þessa dagana en liðið mætir Spánverjum í dag klukkan 17:00. Eins og mörg önnur handboltalið þá hitar íslenska landsliðið upp fyrir æfingar með því að skella sér í fótbolta. Björgvin Páll Gústavsson, markvörður landsliðsins, skrifaði skemmtilegan pistil á heimasíðu sína gustavsson.is þar sem hann fer yfir fótboltahæfileika allra í landsliðinu. Pistilinn má sjá hér að neðan.
Meira »
Árið 2013 var gott knattspyrnuár á Íslandi. Árangur íslenskra liða í alþjóðlegri keppni var betri en nokkru sinni fyrr. Góður árangur leiðir iðulega af sér fleiri leiki og sú varð líka raunin í ár.
Meira »
ÞAÐ er ljóst að spennufallið var mikið hjá hinum ungu landsliðsmönnum okkar í knattspyrnu eftir umspilsleikina við Króatíu, þar sem barist var um mjög svo eftirsóttan farseðil á heimsmeistaramótið í Brasilíu 2014. Mikil pressa og spenna var á leikmönnunum – fyrst fyrir heimaleikinn föstudaginn 15. nóvember og síðan á útileikinn í Zagreb fjórum dögum síðar, þar sem hátt í þúsund íslenskir áhorfendur mættu til að styðja við bakið á strákunum.
Meira »
Árið 1987 vann Fylkir 3. deildina gömlu með miklum yfirburðum. Félagið fór taplaust í gegnum mótið og gerði einungis eitt jafntefli. Á þessum tíma var Marteinn nokkur Geirsson að byggja upp lið sem skilaði Fylki upp í 1. deild árið 1988 í fyrsta skipti í sögu félagsins.
Meira »
