Man Utd á eftir De Ligt - Greenwood eftirsóttur - Olise nálgast Chelsea - Mourinho vill fá Lindelöf
   fim 03. apríl 2014 10:00
Venni Páer
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viðhorf höfundar og þurfa ekki endilega að endurspegla viðhorf vefsins eða ritstjórnar hans.
Opið bréf til Tim Sherwood, yfirþjálfara Tottenham
Venni Páer
Venni Páer
Tim Sherwood.
Tim Sherwood.
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Til þess er málið varðar, sem er Tim Sherwood.

Sæll Tim.
Það má með sanni segja að það blæs ekki byrlega hjá okkur í ár. Nú er ég ekki að segja að það sé allt þér að kenna, alls ekki, en við vitum það báðir að það er samt raunin. Ég hef haldið með Tottenham frá því að ég var 6 ára þannig að það má segja að ég sé á 35. tímabilinu mínu með liðið. Þessi reynsla mín gerir það að verkum að ég sé vankantana á liðinu sem ég ætla hér að deila með þér í stuttu máli:

1. Við erum ekki nógu góðir. Þetta atriði er mjög mikilvægt þegar vandi Tottenham er krufinn til mergjar. Ég legg til að þú látir strákana gera æfingar sem gera þá betri en aularnir í hinum liðunum eru. Meðfylgjandi er dæmi um æfingu sem ég lét Eið Smára gera þegar hann æfði fótbolta.
Sæll Eiður. Í þessari viku vil ég að þú æfir þig í að skalla í stöngina og út. Byrjaðu án bolta fyrstu dagana og þegar þér finnst þú vera tilbúinn þá geturðu byrjað með lítinn bolta, td billjard-bolta.

2. Við hlaupum ekki nógu hratt. Hægar fótahreyfingar er auðvelt að laga og þarna er líka hægt að nýta billjard-boltana. Sjá meðfylgjandi æfingu sem ég lét Bjössa gera í denn.
Við skiptum ì tvo hòpa, Bjössi var annar hòpurinn og èg hinn, svo reyndi Bjössa hòpur að forðast að minn hópur næði að henda billjard-boltum ì lappirnar à honum. Þetta var mjög skemmtileg æfing og gefandi.

3. Það vantar leikgleði í hópinn. Þetta er oft hægt að leysa með því að brydda uppá einhverju nýju. Þegar ég skynja þreytu og pirring við þjálfun á Bjössa þá veit ég að ég þarf að gera eitthvað nýtt og skemmtilegt svo ég hætti að vera þreyttur og pirraður á honum. Sjá meðfylgjandi dæmi úr þjálfunardagbókinni minni.
Ég ákvað að brjóta upp æfingamynstrið hjá Bjössa í gær og í stað þess að æfa vöðvana þá ákvað ég að hafa skákæfingu. Við tefldum blindskák, báðir með bundið fyrir augun, og til þess að hafa þetta ekki of létt þá vorum við líka með eyrnatappa. Vandamálið með svona æfingu er að það er erfitt að átta sig á því hvort hinn sé búinn að gera og þremur tímum síðar sömdum við um jafntefli en þá var ég ennþá að bíða eftir fyrsta leik Bjössa, sem hélt að ég væri með hvítu mennina.

Ég geri ráð fyrir að þú sért ansi sár og leiður eftir þennann lestur, en mundu það Tim að ég skrifa í einlægri von um að þetta hjálpi þér að verða aðeins minna lélegur þjálfari.
kveðja Venni Páer

Facebook síða Venna Páer 
Athugasemdir
banner
banner
banner