banner
fös 07.feb 2014 16:30
Ingvi Ţór Sćmundsson
Pistill: Pistlar á Fótbolta.net eru viđhorf höfundar og ţurfa ekki endilega ađ endurspegla viđhorf vefsins eđa ritstjórnar hans.
Brasilía - England 1970
Ingvi Ţór Sćmundsson
Ingvi Ţór Sćmundsson
Ein frćgasta íţróttaljósmynd sögunnar.
Ein frćgasta íţróttaljósmynd sögunnar.
Mynd: NordicPhotos
Mynd: HM 1970
Carlos Alberto međ bikarinn.
Carlos Alberto međ bikarinn.
Mynd: NordicPhotos
Mynd: NordicPhotos
Sigurliđ Brasilíu.
Sigurliđ Brasilíu.
Mynd: NordicPhotos
Mynd: NordicPhotos
Mynd: NordicPhotos
Mynd: NordicPhotos
Mario Zagalo, ţjálfari Brasilíu.
Mario Zagalo, ţjálfari Brasilíu.
Mynd: NordicPhotos
Heimsmeistaraliđ Brasilíu frá 1970 er oft tilkallađ sem besta liđ sögunnar. Og ekki ađ ósekju. Liđiđ naut vissulega góđs af ađstćđum í Mexíkó og flestir eru sammála um ađ ţađ sem brasilíska liđiđ afrekađi og hvernig ţađ spilađi myndi aldrei geta gerst í dag, en ţađ er erfitt ađ mótmćla ţví ađ sá sóknarfótbolti sem Brasilía bauđ upp á fyrir 44 árum sé ekki einn sá besti, ef ekki sá besti, sem sést hefur.

Pelé, Gérson og félagar unnu alla sex leiki sína á HM 1970 međ frábćrum, fljótandi og hugmyndaríkum sóknarfótbolta sem kristallađist í marki fyrirliđans Carlos Alberto í úrslitaleiknum gegn Ítalíu, sem er oft álitiđ fallegasta mark sem skorađ hefur veriđ.

Pelé og félagar skoruđu átján mörk í fimm leikjum gegn Tékkóslóvakíu, Rúmeníu, Perú, Úrúgvć og Ítalíu, sem reyndust hálfgerđir kettlingar í vegi ţessa frábćra liđs. Ađra sögu var hins vegar ađ segja af Ljónunum ţremur sem Brasilía mćtti í annarri umferđ riđlakeppninnar. Ađ margra mati var sá leikur hinn raunverulegi úrslitaleikur mótsins. Um ţađ má deila, en ţađ er óumdeilt ađ ţetta var erfiđasti leikur Brasilíu á leiđ ţeirra ađ heimsmeistaratitlinum 1970. Ţetta var stórslagur ríkjandi og verđandi heimsmeistara, gríđarlega vel spilađur leikur tveggja frábćrra liđa.

„Meira ađ segja okkur ţótti mikiđ til leiksins koma,“ sagđi Bobby Charlton eftir ađ hafa horft á leikinn á myndbandi. „Ţađ vćri hćgt ađ taka myndband af leiknum og nota ţađ í ţjálfun. Ţarna var allt ţađ sem leikurinn á hćsta stigi snýst um. Ţađ var allt í leiknum, tćknileg geta á hćsta stigi, taktísk stjórn eins og hún gerist best, ţetta var allt ţarna. Ţađ sáust magnađir hlutir ţarna úti á vellinum.“

Já, ţessi leikur hafđi nánast allt, ţ.á.m. ógleymanleg atvik sem eru svo greypt í huga fótboltaáhugafólks ađ ţau hafa nánast öđlast sitt eigiđ líf. Ţađ var í ţessum leik sem Gordon Banks átti ţessa markvörslu og Bobby Moore framkvćmdi ţessa tćklingu.

„I still see that tackle by Moore“, sungu Baddiel & Skinner & Lighting Seeds í laginu „Three Lions“. Ţađ ţurfti ekki skýra ţađ neitt frekar, ţetta er tćklingin, eins og markvarsla Banks er markvarslan, sú sem allar ađrar eru, nánast ósjálfrátt, miđađar viđ. Ţađ var sömuleiđis eftir ţennan leik sem ein frćgasta íţróttaljósmynd allra tíma var tekin, ţar sem Pelé og Moore, bestu leikmenn liđanna, sjást skiptast á treyjum og ţakka hvor öđrum fyrir leikinn. Hún hefur í tímans rás orđiđ ađ einhvers konar tákni fyrir hinn sanna anda fótboltans, ţar sem tveir mestu heiđursmenn íţróttarinnar sýna hvor öđrum gagnkvćma virđingu og skilja sáttir eftir leikinn. Ţađ var allt í leik Brasilíu og Englands á HM 1970.

*

Englendingar mćttu til leiks í Mexíkó međ svipađ liđ og hafđi unniđ HM á heimavelli fjórum árum áđur og ţóttu líklegir til afreka. Og ađ margra mati var liđiđ nú sterkara en 1966. Moore var allavega á ţeirri skođun: „Ekki spurning“, sagđi fyrirliđinn fyrir mótiđ. „Árin fjögur sem flestir okkar hafa eytt saman frá ´66 hafa gert okkur ađ betra liđi“. Ramsey var enn viđ stjórnvölinn og Banks, Bobby Charlton, Alan Ball, Moore, Martin Peters og Geoff Hurst voru enn á sínum stađ.

Sterkir leikmenn höfđu einnig bćst í hópinn. Keith Newton og Terry Cooper skipuđu nú bakvarđastöđurnar í stađ George Cohen og Ray Wilson frá ´66. Ţeir voru báđir sókndjarfir og hentuđu ţví vel í hiđ kantmannslausa leikkerfi Englands. Alan Mullery hafđi leyst Nobby Stiles af hólmi sem akkeriđ á miđjunni og Ramsey kaus nú ađ spila međ Brian Labone (sem hafđi dregiđ sig út úr HM-hópnum fjórum árum áđur vegna brúđkaups síns) viđ hliđ Moores í hjarta varnarinnar í stađ Jackies Charlton. Francis Lee og Colin Bell frá Manchester City, framherjarnir Jeff Astle frá WBA og Allan Clarke frá Leeds og bakvörđurinn Tommy Wright voru einnig međal nýrra andlita í hópnum.

Englendingar héldu snemma suđur á bóginn til ađ venjast lofthćđinni í Mexíkó. Mánuđi fyrir fyrsta leik lenti liđiđ Mexíkó-borg ţar sem ţađ dvaldi fyrst um sinn. Ţađan hélt England svo enn hćrra yfir sjávarmál, til Kólombíu og Ekvador ţar sem ţess biđu ćfingaleikir viđ heimamenn. Báđir leikirnir unnust örugglega, en ţeir féllu algjörlega í skuggann af máli sem átti ekkert skylt viđ fótbolta og átti eftir ađ setja stórt strik í undirbúning enskra fyrir HM: Bogotá-máliđ svokallađa.

Fyrir leikinn viđ Kólombíu höfđu Moore og Charlton heimsótt skartgripaverslunina Green Fire nálćgt anddyrinu á Tequendama-hótelinu í Bogotá, ţar sem enska liđiđ dvaldi. Ţegar ţeir höfđu yfirgefiđ verslunina ásakađi starfsstúlka, Clara Padilla ađ nafni, ţá um ađ hafa stoliđ armbandi úr versluninni. Uppi varđ fótur og fit, en Ramsey tókst ađ bera vopn á klćđin og Moore og Charlton spiluđu báđir leikina gegn Kólombíu og Ekvador. Eftir leikinn í Kító, höfuđborg Ekvadors, var förinni heitiđ á ný til Mexíkó – til Guadalajara, ţar sem riđill Englands var spilađur – en á leiđinni var millilent í Bogotá. Og ţađ var fyrst ţá sem vandrćđin hófust fyrir alvöru.

Skömmu eftir komuna til Bogotá var Moore handtekinn af kólombísku lögreglunni, sem greip til ađgerđa eftir ađ nýtt vitni, Alvaro Suarez, hafđi gefiđ sig fram. Moore var haldiđ í stofufangelsi í fjóra daga áđur en hann var látinn laus vegna ófullnćgjandi sönnunargagna. Ásakarnirnar gegn Moore reyndust úr lausu lofti gripnar – framburđur Padillu ţótti ótraustur, auk ţess sem ţađ ţótti grunsamlegt ađ Suarez hefđi ekki gefiđ sig fram fyrr en fjórum dögum eftir ađ atvikiđ átti ađ hafa átt sér stađ – en uppákomur af ţessu tagi voru ćđi algengar í Kólombíu á ţessum tíma og höfđu önnur fótboltaliđ lent í viđlíka svikahröppum. Bogotá-máliđ vakti eđlilega mikla athygli, en samúđ flestra var međ Moore sem ţótti sýna ótrúlega yfirvegun međan á málinu stóđ, ţá sömu og einkenndi leik hans á fótboltavellinum.

Undirbúningur brasilíska landsliđsins hafđi sömuleiđis veriđ athyglisverđur í meira lagi. Stuttu eftir ađ Brasilía hafđi tryggt sér ţátttökurétt á HM tók Emílio Médici hershöfđingi viđ stjórnartaumunum í landinu, ţriđji leiđtogi herforingjastjórnarinnar sem var viđ völd í Brasilíu á árunum 1964-1985. Médici hershöfđingi sá ađ sigur á HM gćti veriđ góđ landkynning fyrir Brasilíu og um leiđ hjálpađ herforingjastjórninni ađ öđlast viđurkenningu alţjóđasamfélagsins. Af ţeim sökum hóf hann ađ dćla miklu fjármagni í undirbúning brasilíska landsliđsins fyrir HM 1970, sem var langur, strangur og vísindalegur, og minnti sumpart á herbúđir (leikmenn voru lokađir inni í ćfingabúđum sem voru afgirtar og vaktađar af öryggisvörđum).

Cláudio Coutinho, fyrrverandi höfuđsmađur í brasilíska hernum og sérfrćđingur í líkamsţjálfun hermanna, var sendur til höfuđstöđva NASA í Flórída til ađ kynna sér ţjálfunina sem Apollo-geimfararnir gengust undir. Hann sneri aftur til Brasilíu međ ćfingaáćtlun í farteskinu, byggđa á geimfaraţjálfuninni. Coutinho, sem átti svo eftir ađ stýra Brasilíu á HM 1978 í Argentínu, hafđi svo umsjón međ ţjálfuninni sem var viđamikil, krefjandi og nákvćm. Ađ auki var vel fylgst međ matarrćđi leikmanna, ţeir fengu allir sérsmíđađa takkaskó og landsliđsbúningurinn var endurhannađur međ tilliti til hitans í Mexíkó. Niđurstađan var ađ sjaldan eđa aldrei hefur landsliđ veriđ jafn vel undirbúiđ fyrir stórmót og Brasilía 1970.

Áhrifa Médicis hershöfđingja gćtti einnig á öđrum sviđum. Ţegar hann tók viđ völdum sat Joăo Saldanha í stóli landsliđsţjálfara. Hann starfađi áđur sem blađamađur, en tók viđ landsliđinu 1969 og stýrđi ţví í gegnum undankeppnina fyrir HM 1970 međ góđum árangri. Saldanha var blóđheitur og opinskár, hafđi ađhyllst kommúnisma á sínum yngri árum og fór ekkert í felur međ skođanir sínar á herforingjastjórninni. Og ţađ kom ţví lítiđ óvart ţegar ţađ fór ađ kastast í kekki milli hans og Médici.

Saldanha neitađi t.a.m. ađ breyta ćfingaáćtlun sinni svo landsliđiđ gćti sótt kvöldverđarbođ hershöfđingjans í forsetahöllinni, en deilur ţeirra snerust ţó ađallega um eftirlćtis leikmann Médici, framherjann Dario (einnig ţekktur sem Dadá Maravilha) sem var, og er enn, afar litríkur karakter međ sjálfsálit sem mćlist hátt á Nicklas Bendtner-kvarđanum. Médici hafđi reynt ađ koma félagaskiptum Darios til Flamengo, uppáhaldsliđs hershöfđingjans, í gegn og reri svo öllum árum ađ ţví ađ koma sínum manni ađ í landsliđinu. Saldanha ţráađist hins vegar viđ ađ velja Dario og ađspurđur, eftir vináttulandsleik gegn Argentínu, hvort hann vćri međvitađur um hrifningu Médici á Dario, svarađi hann: „Ég vel ekki ráđuneyti forsetans og hann getur ekki valiđ framlínuna mína." Saldanha sló svo síđasta naglann í kistuna sína ţegar leyfđi sér ađ gagnrýna Pelé, sem jađrađi nánast viđ landráđ í Brasilíu.

Skömmu síđar, í mars 1970, var Saldanha rekinn á forsendum andlegs ójafnvćgis. Ţađ er óhćtt ađ segja ađ ţađ hafi veriđ innistćđa fyrir ţeim forsendum, en á međan Saldanha var landsliđsţjálfari hafđi hann eitt sinn stormađ inn í hótelandyri í Ríó vopnađur skammbyssu. Saldanha ćtlađi ţar ađ finna ţjálfara Flamengo, Dorival Yustrich, sem hafđi kallađ hann heigul í útvarpsviđtali og dvaldist á hótelinu. Yustrich hafđi til allrar hamingju brugđiđ sér af bć. Ţetta var ekki í fyrsta skiptiđ sem Saldanha fór í byssuleik, en nokkrum árum áđur hafđi hann hleypt tveimur skotum af upp í loftiđ eftir rifrildi viđ markvörđinn Manga, sem Saldanha hafđi ásakađ um veđmálasvindl.

Viđ starfi Saldanha tók Mário Zagallo, lykilmađur í heimsmeistaraliđum Brasilíu 1958 og 1962 og öllu rólegra og ţćgilegra eintak en forveri hans. Dario var valinn í lokahópinn fyrir HM, ţar sem hann spilađi reyndar ekki eina einustu mínútu, en öllu mikilvćgara var ađ Zagallo fann leiđ til ađ spila međ Pelé, Tostăo, Gérson og Rivelino alla inn á vellinum í einu án ţess ađ ţađ kćmi niđur á jafnvćginu í liđinu. Gérson, leikstjórnandinn frábćri, var á sínum stađ inn á miđjunni, en viđ hliđ hans var hinn ungi Clodoaldo sem vann mikilvćga varnarvinnu fyrir félaga sína. Jarzinho var á hćgri kantinum og Rivelino var fundinn stađur á ţeim vinstri ţótt hann hefđi nokkuđ frjálst hlutverk. Pelé lék síđan ađeins fyrir aftan Tostăo, sem náđi sér af alvarlegum augnmeiđslum í tćka tíđ fyrir HM. Allar áhyggjur af ţví ađ ţeir vćru of líkir leikmenn reyndust óţarfar.

*

Bćđi liđin unnu fyrstu leiki sína í riđlinum. Hurst skorađi eina mark Englands í 1-0 sigri á Rúmeníu, á međan Brasilía vann öruggan sigur á Tekkóslóvakíu međ fjórum mörkum gegn einu; Jarzinho skorađi í tvívegis og Pelé og Rivelino sitt markiđ hvor. Ţađ skyggđi ţó á gleđina ađ Gérson ţurfti ađ yfirgefa völlinn vegna meiđsla sem útilokuđu hann frá ţátttöku í leiknum gegn Englandi. Rivelino tók stöđu Gérsons á miđjunni og Paulo „Caju“ Cézar kom í stađ Rivelinos á vinstri kantinn. Ramsey gerđi sömuleiđis eina breytingu á enska liđinu fyrir leikinn; Wright tók stöđu Newtons, liđsfélaga síns hjá Everton, sem hafđi orđiđ fyrir meiđslum í leiknum gegn Rúmeníu.

Snemma kvöldiđ fyrir leik höfđu brasilísk og mexíkósk ungmenni safnast saman fyrir utan hóteliđ sem enska liđiđ dvaldi á í miđborg Guadalajara. Bílum og mótórhjólum var ekiđ hring eftir hring í kringum hóteliđ, bílflautur voru ţeyttar í gríđ og erg, raddbönd ţaninn til hins ítrasta og hávađinn ágerđist eftir ţví sem á kvöldiđ leiđ. Ţeir voru ţví misvel eđa öllu heldur misilla sofnir ensku leikmennirnir sem gengu út á Jalisco-völlinn í Guadalajara ţann 7. júní 1970. Og ţar mćttu ţeir enn meiri andstöđu.

Áhorfendaskarinn var óvinveittur, stuđningsmenn Brasilíu voru fjölmargir en enn fjölmennari voru Mexíkóar sem óskuđu ţess allra heitast ađ sjá England tapa.
Svo var ţađ hitinn. Sólin var hátt á lofti á međan leikurinn fór fram og hitinn fór upp í 37 gráđur. Ţađ var auđvitađ bilun ađ spila fótbolta viđ ţessar ađstćđur, en Brian Glanville, blađamađurinn ţekkti, talađi um ađ HM-nefndin hefđi fórnađ leikmönnunum á altari evrópska sjónvarpsmarkađarins. Vökvatap leikmanna var mikiđ, en samkvćmt Glanville missti enginn leikmađur enska liđsins minna en fimm kíló á međan á leiknum stóđ.

Hitinn var meiri vinur brasilíska liđsins en ţess enska. Kollegi Glanvilles, Skotinn Hugh McIlvanney, benti í umfjöllun sinni um leikinn á ađ ţađ vćri misskilningur ađ Brasilíumenn, hvort sem ţeir vćru dökkir eđa ljósir á hörund, nytu ţess ađ spila í miklum hita, en í ţví samhengi bendir hann á ađ flestir leikir í Ríó fćru fram ađ kvöldi til. McIlvanney talar ţó um ađ yfirgengilegur hiti sé veruleiki fyrir flesta Brasilíumenn sem hann geti aldrei veriđ fyrir fólk frá norđurhveli jarđar. Brasilíumenn séu vanari hitanum, bćđi andlega og líkamlega, og ađ ţví leyti hafi hann veriđ brasilíska liđinu hagstćđur. Hitinn og lofthćđin í Mexíkó gerđu liđum einnig ómögulegt fyrir ađ pressa sem hentađi brasilíska liđinu vel. Í síđasta skipti á stórmóti var pláss og Brasilía var međ fullkomiđ liđ til ađ nýta sér ţađ til fullnustu eins og Jonathan Wilson segir í hinni frábćru bók Inverting the Pyramid.

Ramsey hafđi ţó gert ráđstafanir og lagađ leikstíl enska liđsins ađ ađstćđunum í Mexíkó. Hann lagđi áherslu á ađ liđiđ héldi boltanum betur og lengur í senn, byggt á hinni einföldu lógík ađ ţađ er auđveldara ađ halda boltanum en ađ hlaupa á eftir honum, hvađ ţá í 35-40 stiga hita. Niđurstađan var sú ađ England hefur sjaldan eđa aldrei haldiđ boltanum – hinn eilífi akkilesarhćll landsliđsins – jafn vel og í Mexíkó. Og ţađ sást strax í byrjun leiks. Englendingar létu boltann ganga á milli sín af yfirvegun og öryggi. Peters minnti fljótlega á sig ţegar hann átti fast skot beint á Félix, og ţađ sama gerđi Mullery ţegar hann straujađi Pelé. Spurs-mađurinn fékk ţađ hlutverk ađ gćta snillingsins í leiknum og sinnti ţví af festu. Ţađ var auđvitađ ekki hćgt ađ stoppa Pelé, en Mullery tókst ađ halda honum ágćtlega í skefjum.

Markvörđurinn Félix var ađ flestra mati veikasti hlekkurinn í brasilíska liđinu, en hann ţótti sérstaklega veikur ţegar kom ađ ţví ađ eiga viđ fyrirgjafir og háa bolta. Og ţađ sýndi sig fljótlega í leiknum ţegar hann missti fyrirgjöf Ball frá hćgri yfir sig, en blessunarlega fyrir Brasilíu missti fyrirgjöfin einnig marks. Leikurinn gegn Englandi var hans besti (lesist: skásti) á HM og sá eini ţar sem honum tókst ađ halda hreinu. Félix ţótti ágćtis markvörđur, en hann átti vont mót 1970 og leit illa út í flestum mörkunum sem Brasilía fékk á sig á mótinu. Reyndar var ţađ svo ađ ţetta brasilíska liđ hefđi sennilega getađ spilađ međ Pappírs-Pésa í markinu og samt orđiđ heimsmeistari.

Peters átti skömmu síđar ađra hćttulega fyrirgjöf, nú frá vinstri, sem Hurst rétt missti af. En ţrátt fyrir ţessa sterku byrjun Englands sýndu Brasilíumenn fljótlega hversu hćttulegir ţeir gátu veriđ. Eftir um tíu mínútna leik átti Carlos Alberto frábćra sendingu upp hćgri kantinn, bakviđ Cooper, á Jarzinho sem keyrđi framhjá Leeds-manninum og ađ endalínunni ţađan sem hann lyfti boltanum fyrir á Pelé nálćgt vinstra markteigshorninu. Hann var fljótur í loftiđ, langt á undan Mullery og skallađi boltann ađ krafti í jörđina og í fjćrhorniđ. Skallinn var góđur og margir voru eflaust byrjađir ađ fagna, ţ.á.m. Pelé sjálfur sem á ađ hafa hrópađ „mark!“ eftir ađ hafa látiđ skallann ríđa af. Banks sá hins vegar viđ honum, náđi á einhvern ótrúlegan til boltans og sló hann yfir ţverslána. Jább, ţessi markvarsla.

Ţađ er fátt sem er ósagt um ţessa markvörslu – kvótinn er einfaldlega ađ verđa búinn. Ţađ má deila endalaust um hvort hún sé sú besta eđa ekki, en hún er frábćr. Í „viđ-nánari-umhugsun“ pistli sem birtist á vef the Guardian fyrir nokkrum árum gerir blađamađurinn Paul Doyle markvörsluna, eđa öllu heldur gođsögnina um hana, ađ umtalsefni sínu. Hann bendir réttilega á ađ kringumstćđurnar hafi skipt máli; ţetta var fyrsta HM sem var sjónvarpađ í lit, ţetta gerđist í leik milli ríkjandi og verđandi heimsmeistara og ţađ var Pelé sem átti skallann. Auđvitađ skiptir ţađ máli. En síđan byrjar Doyle ađ bulla. Ţađ má deila um hversu frábćr markvarslan var, en ţetta var ekki rútínuvarsla eins og hann talar um og ţađ hefđi ekki veriđ merki um „damnable slackness“ ađ hafa ekki náđ til boltans. Ég efast um nokkur hefđi sagt neitt ef hefđi skalli Pelés endađ í netinu.

Burtséđ frá björgunarafreki Banks gekk Englendingum ágćtlega ađ halda brasilíska liđinu í skefjum, auk ţess sem ţeim hélst áfram vel á boltanum. Charlton, og ţađ sem eftir var af hárinu hans (hversu mikill munur hefđi ţađ veriđ fyrir hann ef American Hustle hefđi komiđ út 40-50 árum fyrr), var öflugur og sýndi fá merki ţess ađ vera elsti leikmađurinn á vellinum. Hćttulegustu sóknir Englands héldu áfram ađ koma upp hćgri kantinn, ţar sem ţeir áttu nokkuđ greiđa leiđ framhjá Everaldo. Peters átti skalla yfir eftir fyrirgjöf Wrights frá hćgri og sá síđarnefndi skapađi svo besta fćri Englands í fyrri hálfleik, eftir um hálftíma leik.

Mullery átti ţá sendingu upp í hćgra horniđ, Paulo Cézar var grunlaus og Wright var fyrstur á boltann og sendi hann fyrir. Hurst, á nćrstönginni, missti af fyrirgjöfinni sem barst á Lee – sem gerđist umsvifamikill klósettpappírsframleiđandi eftir ađ ferlinum lauk – sem kom á ferđinni og kastađi sér fram og skallađi á markiđ. Félix sýndi hins vegar góđ viđbrögđ og varđi og tókst síđan ađ góma boltann undir pressu frá Lee sem sparkađi í óviljandi í höfuđ hans og fékk gult spjald fyrir. Félix lá óvígur eftir, en reis fljótlega á fćtur. Hann var vankađur eftir samstuđiđ en tvćr sígarettur í hálfleik hresstu hann viđ.

Eins og frćgt var orđiđ hafđi Ramsey gert hefđbundna kantmenn útlćga úr enska liđinu. Fyrir ţjóđ sem var bćđi ţekkt fyrir afburđa kantmenn, á borđ viđ Stanley Matthews og Tom Finney, og öflugt vćngspil voru ţetta mikil viđbrigđi, en í augum Ramseys voru kantmenn lúxus sem hćgt var ađ vera án. Ţađ ţýddi ţó ekki ađ allt spil Englands vćri ţröngt og fćri eingöngu í gegnum miđjun. Framherjarnir, sérstaklega Lee, sem var kantmađur ađ upplagi, voru duglegir ađ draga sig út á kantanna og sömu sögu var ađ segja af ytri miđjumönnunum, Ball og Peters. Bakverđirnir gengdu sömuleiđis mikilvćgu hlutverki í sóknarleik enska liđsins ţegar kom ađ ţví ađ búa til breidd. Í leiknum gegn Brasilíu bar meira á Wright sem var duglegur ađ hlaupa upp og niđur hćgri kantinn, sérstaklega í fyrri hálfleik. Cooper átti hins vegar fullt í fangi međ ađ hemja Jarzinho og ţví fór minna fyrir honum í sóknarleiknum eins og Glanville bendir á í HM-sögu sinni.

Nokkru áđur en flautađ var hálfleiks virtist Hurst vera kominn í gegn eftir sendingu frá Ball. Hann hćgđi hins vegar ađeins á sér, líklega í ţeirri trú ađ hann vćri rangstćđur, og í stađ ţess ađ keyra ađ markinu átti hann skot eđa sendingu (ekki gott ađ segja hvort ţađ var) ţvert fyrir markiđ, ţar sem Carlos Alberto komst á undan Lee í boltann og bćgđi hćttunni frá. Brasilíumenn gerđu svo tilkall til vítaspyrnu ţegar Pelé féll eftir viđskipti viđ Mullery, yfirfrakkann sinn. Dómarinn frábćri Abraham Klein lét sér hins vegar fátt um finnast og flautađi skömmu síđar til hálfleiks. Leikurinn hafđi veriđ jafn, liđin voru skipulögđ og var um sig, án ţess ţó ađ vera neikvćđ, og héldu bćđi boltanum vel. Sóknir Englands höfđu ţó veriđ heldur hćttulegri.

Brasilíumenn létu bíđa eftir sér eftir ađ leikhléinu lauk. Í bók Jons Spurling, Death or Glory: The Dark History of the World Cup, viđurkennir Paulo Cézar í samtali viđ bókarhöfund ađ ţetta hafi veriđ međ ráđum gert, ađ láta enska liđiđ standa úti í steikjandi hitanum. Hvort sem ţađ var vegna ţessa klćkjabragđs eđa ekki – ţađ er erfitt ađ trúa ţví ađ ţetta hafi haft mikil áhrif á jafn reynt liđ og England – ţá byrjađi Brasilía seinni hálfleikinn betur. Lee átti reyndar fyrstu markverđu tilraun seinni hálfleiksins, skot fyrir utan teig sem Félix varđi auđveldlega, en hćgt og rólega herti brasilíska liđiđ tökin.
Ţađ kom meiri kraftur í sóknarađgerđir ţeirra og ţótt Englendingar vćru aldrei í nauđvörn voru ţeir undir meiri pressu en á nokkrum tímapunkti í fyrri hálfleik og Banks ţurfti ţrívegis á skömmum tíma ađ taka á honum stóra sínum. Fyrst átti Paulo Cézar skot frá vítateigshorninu vinstra megin sem Banks gerđi vel í verja, Pelé átti svo hćttulega stungusendingu ćtlađa Jarzinho, en Banks var fljótur út og sparkađi boltanum í innkast og loks lék Rivelino á tvo Englendinga og átti ţrumuskot međ sínum frábćra vinstri fćti sem Banks varđi.

Ţađ kom ţví ekki á óvart ţegar Brasilía tók forystuna eftir 59. mínútna leik. England tapađi boltanum viđ vítateig brasilíska liđsins sem sneri vörn í sókn. Tostăo fékk boltann viđ D-bogann, sneri og skaut í Labone. Hann náđi frákastinu sjálfur, sendi á Paulo Cézar og fékk boltann aftur viđ vinstra vítateigshorniđ. Tostăo hristi Ball af sér, klobbađi Moore, lék á Wright og virtist ćtla ađ senda fyrir međ vinstri, en sneri sér á ţann hćgri og sendi á Pelé viđ vítapunktinn. Hann lagđi boltann fyrir sig og um leiđ soguđust varnarmenn Englands ađ honum, ţ.á.m. Cooper sem skildi Jarzinho eftir óvaldađan hćgra megin í vítateignum. Ađ sjálfsögđu sá Pelé ţetta og ýtti boltanum til hliđar á Jarzinho sem tók eina snertingu og ţrumađi boltanum svo upp í fjćrhorniđ af stuttu fćri. Frábćrt mark hjá stórkostlegu liđi. Mark Jarzinhos var hans ţriđja í mótinu, en alls áttu ţau eftir ađ vera sjö og til ţessa dags er hann eini leikmađurinn í sögu HM sem hefur skorađ í öllum leikjum heimsmeistaraliđs á leiđ ţess ađ titlinum.

Englendingar tóku fljótt viđ sér og í nćstu sókn átti Charlton skot framhjá eftir atgang í vítateig Brasilíu. Ţađ reyndist vera síđasta framlag hans í leiknum, en skömmu síđar fór hann af velli og í hans stađ kom Colin Bell. Lee skipti sömuleiđis viđ Jeff Astle, annan framherja sem var ţekktur fyrir styrk sinn í loftinu. Í millitíđinni hafđi Jarzinho átt skot yfir úr ađeins ţrengra fćri en ţví sem hann skorađi úr, eftir mikinn sprett Paulo Cézar og sendingu Pelé, ekki ósvipađa ţeirri sem skapađi markiđ.

Strax eftir innkomu Astle fóru Englendingar ađ senda fleiri háar sendingar inn á vítateig Brasilíu. Og ţćr sköpuđu samstundis hćttu; Ball hitti ekki boltann í ákjósanlegu fćri viđ vítapunktinn eftir skalla Astle og svo gerđi Félix vel í ađ kýla boltann frá undir pressu frá Hurst eftir langa sendingu frá Moore. Viđ ţennan aukna sóknarţunga England var viđbúiđ ađ brasilíska liđiđ fengi aukiđ pláss til ađ sćkja hratt og ein slík skyndisókn leit skömmu síđar dagsins ljós.

Carlos Alberto sendi ţá langa sendingu upp hćgri kantinn á Jarzinho sem tók á rás. Englendingar voru fáir til baka, en sem betur fer fyrir ţá var Moore einn ţeirra. Jarzinho kom á fullri ferđ á Moore og nálgađist markiđ. Enski fyrirliđinn bakkađi og bakkađi en ţegar Jarzinho var rétt kominn inn í vítateiginn rétti Moore hćgri fótinn, allt ađ ţví letilega, út og hirti boltann af tánum á Brasilímanninum, reis strax á fćtur, lagđi boltann fyrir sig og kom honum í leik. Jább, ţessi tćkling.

Líkt og međ markvörslu Banks er fátt ósagt um tćklingu Moores. Hún var frábćr, fullkomlega tímasett og lýsandi fyrir ţann stórleik sem hann átti í vörn enska liđsins. Yfirvegunin holdi klćdd, alltaf svalur undir pressu, jafnvel ţegar jafn fljótur, leikinn og kraftmikill leikmađur og Jarzinho kom á fleygiferđ á hann. Moore var ekki fljótur ađ hlaupa, en fáir fótboltamenn hafa veriđ jafn fljótir ađ hugsa. Jock Stein sagđi einhverju sinni ađ ţađ ćttu ađ vera lög gegn honum, hann vissi hvađ vćri ađ gerast tuttugu mínútum á undan öllum öđrum. Ađ margra mati var spilađi Moore jafnvel enn betur á HM ´70 en fjórum árum fyrr og spilamennska hans var sérstaklega ađdáunarverđ í ljósi ţess gekk á fyrir mótiđ.

Í nćstu sókn, ţeirri sem Moore hóf, fékk England svo gulliđ tćkifćri til ađ jafna. Cooper sendi ţá háa sendingu frá vinstri inn á vítateiginn. Hún var ekki góđ og hitti beint á vinstri bakvörđinn Everaldo. Hann ćtlađi ađ hreinsa frá međ hćgri fćti, en ţađ tókst ekki betur en svo ađ hann hitti ekki boltann, sem fór af vinstri fćti hans, ţess sem hann stóđ í, og hrökk beint til Astle sem var aleinn, rétt vinstra megin viđ vítapunktinn. WBA-mađurinn skaut boltanum í fyrsta međ vinstri fćti, en missti marks – boltinn fór framhjá fjćrstönginni. Boltinn kom vissulega óvćnt til hans, en Astle, sem ţótti betri ţegar boltinn var í loftinu en á jörđu niđri, átti ađ skora. England, og í raun hvađa liđ sem var, hafđi ekki efni á ađ misnota svona fćri gegn ţessu brasilíska liđi.

Englendingar héldu áfram ađ sýna góđa sóknartilburđi. Cooper átti skot langt fyrir utan teig sem fór beint á Félix, Everaldo kom í veg fyrir ađ Bell kćmist í gott fćri inn í vítateignum og ţađ sama gerđi Moore hinum megin á vellinum ţegar hann varnađi ţví ađ varamađurinn Roberto, sem kom inn á í stađ Tostăos, kćmist í fćri. Ball komst svo grátlega nćrri ađ skora ţegar skot hans, vinstra megin í vítateignum, hafnađi í slánni. Fćriđ kom eftir háa sendingu Moores inn á teiginn sem Astle skallađi niđur á Ball.

Ţótt Astle verđi alltaf minnst fyrir klúđriđ hans, ţá átti hann ágćtis innkomu í leikinn og skapađi mikinn usla međ styrk sínum í loftinu ţar sem hann hafđi yfirhöndina gegn Brito og Wilson Piazza miđvörđum Brasilíu. Oft hefur enska liđinu veriđ legiđ á hálsi fyrir ađ beita of mikiđ af löngum sendingum, og ţađ réttilega enda eru ţćr oftast til marks um úrrćđaleysi og vöntun á hugmyndaauđgi í sóknarleik enskra, en í leiknum gegn Brasilíu var ţetta lógísk nálgun og ţađ var hugsun á bak viđ hana. Englendingar voru undir, ţurftu mark og ţví var ósköp eđlilegt ađ nýta sér ţađ sem var bćđi styrkleiki ţeirra og veikleiki mótherjanna. Og ţađ munađi svo litlu ađ ţetta bćri árangur.

Brasilíumenn leituđust eftir ţetta viđ ađ hćgja á leiknum međ ţví ađ láta boltann ganga rólega sín á milli og voru ófeimnir ađ senda aftur á Félix til ađ eyđa tíma. Klukkan var ţeirra vinur. Paulo Cézar, sem átti góđan seinni hálfleik, komst reyndar í ágćtis stöđu vinstra megin í vítateigs Englands en skaut boltanum í innkast og átti skömmu síđar öllu betra skot sem Banks varđi ţó nokkuđ auđveldlega. Varamađurinn Roberto átti sömuleiđis ágćtis skot sem Banks sló aftur fyrir. Ball komst svo nálćgt ţví ađ skora ţegar boltinn féll fyrir fćtur hans í rétt fyrir utan vítateig eftir ađ Félix mistókst ađ grípa háa sendingu Bells undir pressu frá Hurst. Ball tók boltann á loftinu en náđi ekki ađ halda honum niđri og skaut yfir markiđ. Nćr komust Englendingar ekki og Brasilíumenn fögnuđu 1-0 sigri.

*

Leikurinn var frábćr, jafn og bćđi liđ léku framúrskarandi vel, sérstaklega í ljósi ađstćđna. Glanville talađi um „a magnificent, enthralling display of football“, sem eru engar ýkjur. England spilađi eins og heimsmeisturum sćmir, sannarlega nógu vel til ađ verđskulda stig gegn stórkostlegu brasilísku liđi sem stóđst í leiknum sína stćrstu prófraun á HM 1970, og ţađ án Gérsons, síns mikilvćgasta leikmanns ásamt Pelé.

England fékk nóg af tćkifćrum til ađ skora, en ţau bestu féllu líklega fyrir vitlausa menn. Flestir Englendingar hefđu eflaust frekar kosiđ ađ dauđafćrin sem Lee og Astle fengu, hefđu falliđ Charlton eđa Hurst í skaut. Moore (besti mađur vallarins), Banks og co. héldu Pelé og co. líklega eins vel í skefjum og mögulegt var og fyrir utan fćranýtinguna var fátt sem enska liđiđ gerđi vitlaust í leiknum, en sigur Brasilíu var enn sterkari međ ţađ í huga.

Um leiđ er ţađ hálf sorglegt ađ bestu leikir Englands í HM hafa jafnan tapast, á einn eđa annan hátt, líkt og umrćddur leikur, undanúrslitaleikurinn gegn V-Ţýskalandi ´90, leikurinn gegn Argentínu ´98. Á HM ´70 spilađi England t.a.m. miklu betur í tapleikjunum tveimur heldur en nokkurn tímann í leikjunum sem ţeir unnu, báđa 1-0 gegn Rúmeníu og Tekkóslóvakíu. Ramsey gerđi nokkrar breytingar á enska liđinu fyrir Tékkaleikinn og einn ţeirra sem kom inn í liđiđ, Allan „Sniffer“ Clarke, skorađi eina mark leiksins úr vafasamri vítaspyrnu í slökum leik. England lenti í öđru sćti riđilsins og mćtti V-Ţjóđverjum í fjórđungsúrslitum í Léon, ţar sem ţýska liđiđ hafđi spilađ sína leiki í riđlakeppninni.

Englendingar urđu fyrir miklu áfalli fyrir leikinn ţegar ljóst var ađ Banks gćti ekki spilađ vegna matareitrunar (enn eru uppi áhöld um ađ honum hafi veriđ byrlađ eitur). Peter Bonetti, nýkrýndur bikarmeistari međ Chelsea og hörkugóđur markvörđur, tók stöđu hans og til ađ byrja međ virtist fjarvera Banks ekki hafa mikil áhrif á enska liđiđ. Eftir fimmtíu mínútna leik leiddi ţađ međ tveimur mörkum gegn engu. Mullery og Peters skoruđu mörkin, sem komu bćđi eftir fyrirgjafir frá Keith Newton. En síđan fór allt til fjandans. Franz Beckenbauer minnkađi muninn međ skoti sem Bonetti átti ađ verja og Uwe Seeler, fyrirliđi Ţjóđverjanna, jafnađi svo leikinn međ fáranlegu skallamarki – hann skallađi boltann í skrítnum boga yfir Bonetti međ hnakkanum.

Í framlengingunni gekk Englendingum allt í mót; mark sem virtist löglegt var dćmt af Hurst og Bell hefđi átt ađ fá vítaspyrnu. Sigurmarkiđ skorađi hins vegar Gerd Müller, markahćsti mađur mótsins, af stuttu fćri ţegar um tíu mínútur voru eftir af framlengingunni. Bonetti fékk sinn skerf af gagnrýni eftir leikinn og í seinni tíđ hefur veriđ vinsćlt ađ kenna Ramsey, og ţá sérstaklega skiptingunum sem hann gerđi – Bell og varnarmađurinn Norman „djöfull-ćtla-ég ađ-fótbrjóta-ţig“ Hunter komu inn fyrir Charlton og Peters – um hvernig fór. Ţessir ţćttir skiptu sköpum, en ţađ gerđi óhagstćđ dómgćsla einnig sem og sú stađreynd ađ bakverđir Englands voru orđnir úrvinda í framlengingunni eftir mikil hlaup. England tapađi gegn frábćru liđi í jöfnum leik, ţađ var engin skömm ađ ţví, öfugt viđ ţađ sem gerđist fjörtíu árum síđar í S-Afríku. Ţađ voru ţó fáir sem sáu fyrir ađ leikurinn gegn V-Ţýskalandi yrđi síđasti leikur Englands á HM í tólf ár. Hann reyndist byrjunin á endanum hjá Ramsey sem hćtti međ enska liđiđ í maí 1974.

Brasilía klárađi riđlakeppnina međ 3-2 sigri á Rúmeníu og mćtti Perú í fjórđungsúrslitum. Félix hélt áfram ađ gefa mörk, en ţađ skipti ekki máli. Pelé og co. skoruđu bara fleiri. Rivelino, Tostăo (2) og Jarzinho skoruđu mörkin í 4-2 sigri. Brasilíumenn voru svo lengi í gang gegn Úrugvć í undanúrslitunum. Félix og Brito gáfu mark eftir tćplega tuttugu mínútna leik, en Clodoaldo jafnađi skömmu fyrir hálfleik. Jarzinho og Rivelino tryggđu svo sigurinn í seinni hálfleik.

Í úrslitaleiknum mćtti brasilíska liđiđ ţví ítalska, sem hafđi unniđ V-Ţjóđverja 4-3 í ótrúlegum leik í undanúrslitunum. Pelé kom Brasilíu yfir međ skallamarki áđur en Robert Boninsegna jafnađi leikinn eftir röđ mistaka í vörn Brasilíu. Stađan var ţví jöfn í hálfleik í leik sem var nokkuđ jafn. Ţađ tók Brasilíu um tuttugu mínútur ađ ná forystunni í seinni hálfleik, međ marki Gérsons, og ţeir litu ekki til baka eftir ţađ. Jarzinho bćtti viđ marki og Carlos Alberto gulltryggđi svo sigurinn skömmu fyrir leikslok. Brasilía fagnađi sínum ţriđja heimsmeistaratitli, sennilega ţó enginn meir en Médici hershöfđingi.

Eftir sigurinn var brasilíska liđinu var flogiđ til höfuđborgarinnar ţar sem viđ tók mikil sigurhátíđ sem taliđ er ađ um hálf milljón manna hafi sótt. Öryggisgćslan var mikil og sigurhátíđin ţótti minna óţćgilega á hersýningu enda var varla ţverfótađ fyrir vopnuđu hermönnum og skriđdrekum, eins og stjórnarandstćđingurinn David Voares lýsir fyrir Jon Spurling í Death or Glory. Médici var ófeiminn ađ bađa sig í árangri landsliđsins, sem hann hafđi jú ausiđ peningum í, og Voares talar um ađ afrek liđsins hafi ţví niđur orđiđ ađ afreki Médicis. Hann segir ennfremur ađ margir Brasilíumenn hugsi sjálfkrafa um stjórnartíđ Médicis ţegar heimsmeistaratitilinn 1970 berst í tal.

Áđurnefnt mark Carlos Alberto er ţó, kannski sem betur fer, ţađ flestir tengja viđ ţetta brasilíska liđ. Ţađ er stćrsta varđan um ţetta ótrúlega liđ, en í ţví komu saman hrađi, tćkni, sköpunargleđi og kraftur, m.ö.o. allt ţađ sem gerđi ţetta liđ jafn frábćrt og ţađ var. Clodoaldo byrjađi á ţví ađ leika á fjóra Ítala á miđjum vellinum áđur en hann sendi boltann á Rivelino. Hann sendi boltann upp vinstri kantinn á Jarzinho sem kom inn á völlinn og sendi á Pelé rétt fyrir utan D-bogann. Hann beiđ í augnablik áđur en hann sendi boltanum til hliđar, ekki ósvipađ og í markinu gegn Englandi, á hćgri bakvörđinn og samherja sinn hjá Santos, Carlos Alberto, sem kom á ferđinni og ţrumađi boltanum niđur í fjćrhorniđ og sló ţannig botninn í ţađ magnađa fótboltafestival sem bođiđ var upp á í Mexíkó fyrir 44 árum.
Athugasemdir
banner
Nýjustu fréttirnar
banner
banner
Haraldur Pálsson
Haraldur Pálsson | mán 13. maí 16:15
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | ţri 26. mars 08:00
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | sun 24. mars 10:12
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | mán 10. desember 16:30
Elvar Geir Magnússon
Elvar Geir Magnússon | miđ 28. nóvember 14:00
Gylfi Ţór Orrason
Gylfi Ţór Orrason | mán 19. nóvember 17:30
Heiđar Birnir Torleifsson
Heiđar Birnir Torleifsson | fös 16. nóvember 08:00
Ađsendir pistlar
Ađsendir pistlar | miđ 31. október 17:00
mánudagur 24. júní
Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Fylkir-Selfoss
Würth völlurinn
19:15 Keflavík-Stjarnan
Nettóvöllurinn
19:15 Breiđablik-HK/Víkingur
Kópavogsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Njarđvík-Haukar
Rafholtsvöllurinn
ţriđjudagur 25. júní
Inkasso deild kvenna
19:15 Haukar-FH
Ásvellir
19:15 Ţróttur R.-ÍA
Eimskipsvöllurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
20:00 Mídas-Vatnaliljur
Víkingsvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Hamar-GG
Grýluvöllur
20:00 Stokkseyri-Berserkir
Stokkseyrarvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:00 Kóngarnir-KÁ
Ţróttarvöllur
miđvikudagur 26. júní
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Fram-Ţróttur R.
Framvöllur
3. deild karla
20:00 Augnablik-Reynir S.
Fagrilundur - gervigras
Inkasso deild kvenna
19:15 ÍR-Fjölnir
Hertz völlurinn
19:15 Augnablik-Afturelding
Kópavogsvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 KB-Afríka
Leiknisvöllur
20:00 KM-ÍH
KR-völlur
20:00 Snćfell-Hvíti riddarinn
Stykkishólmsvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:00 Ćgir-Elliđi
Ţorlákshafnarvöllur
fimmtudagur 27. júní
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Afturelding-Grótta
Varmárvöllur - gervigras
19:15 Keflavík-Leiknir R.
Nettóvöllurinn
2. deild karla
19:15 Tindastóll-Völsungur
Sauđárkróksvöllur
3. deild karla
20:00 Skallagrímur-Kórdrengir
Skallagrímsvöllur
20:00 Sindri-Höttur/Huginn
Sindravellir
20:00 KV-KH
KR-völlur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Ísbjörninn-SR
Kórinn - Gervigras
20:00 Árborg-Björninn
JÁVERK-völlurinn
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Álafoss-Léttir
Tungubakkavöllur
föstudagur 28. júní
2. deild karla
19:15 Dalvík/Reynir-Fjarđabyggđ
Dalvíkurvöllur
19:15 Selfoss-Ţróttur V.
JÁVERK-völlurinn
19:15 Víđir-ÍR
Nesfisk-völlurinn
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
19:00 Kormákur/Hvöt-Úlfarnir
Blönduósvöllur
laugardagur 29. júní
Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Magni-Víkingur Ó.
Grenivíkurvöllur
14:00 Fjölnir-Ţór
Extra völlurinn
2. deild karla
14:00 KFG-Vestri
Samsung völlurinn
14:00 Leiknir F.-Kári
Fjarđabyggđarhöllin
3. deild karla
14:00 Álftanes-Einherji
Bessastađavöllur
16:00 KF-Vćngir Júpiters
Ólafsfjarđarvöllur
2. deild kvenna
14:00 Grótta-Fjarđab/Höttur/Leiknir
Vivaldivöllurinn
16:00 Sindri-Hamrarnir
Sindravellir
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Samherjar-Ýmir
Hrafnagilsvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
15:00 Hörđur Í.-Stokkseyri
Olísvöllurinn
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
16:30 Kría-KFS
Vivaldivöllurinn
sunnudagur 30. júní
Pepsi Max-deild karla
16:00 ÍBV-Stjarnan
Hásteinsvöllur
17:00 Fylkir-KA
Würth völlurinn
19:15 HK-Valur
Kórinn
2. deild kvenna
13:00 Leiknir R.-Fjarđab/Höttur/Leiknir
Leiknisvöllur
mánudagur 1. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 Grindavík-FH
Mustad völlurinn
19:15 KR-Breiđablik
Meistaravellir
19:15 Víkingur R.-ÍA
Víkingsvöllur
ţriđjudagur 2. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Fylkir-ÍBV
Würth völlurinn
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Álafoss-Hamar
Tungubakkavöllur
20:00 GG-Berserkir
Grindavíkurvöllur
miđvikudagur 3. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Stjarnan-Ţór/KA
Samsung völlurinn
19:15 Selfoss-KR
JÁVERK-völlurinn
19:15 Valur-Breiđablik
Origo völlurinn
19:15 HK/Víkingur-Keflavík
Víkingsvöllur
Inkasso deild kvenna
19:15 Grindavík-ÍR
Mustad völlurinn
19:15 ÍA-Augnablik
Norđurálsvöllurinn
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 KM-Úlfarnir
KR-völlur
20:00 Afríka-Hvíti riddarinn
Leiknisvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Fenrir-Léttir
Hertz völlurinn
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:00 Ćgir-KFR
Ţorlákshafnarvöllur
20:00 Kóngarnir-Elliđi
Ţróttarvöllur
21:00 Kría-KÁ
Vivaldivöllurinn
fimmtudagur 4. júlí
Pepsi Max-deild karla
18:00 Valur-KA
Origo völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Keflavík-Haukar
Nettóvöllurinn
19:15 Leiknir R.-Fjölnir
Leiknisvöllur
2. deild karla
17:30 ÍR-Dalvík/Reynir
Hertz völlurinn
19:15 Víđir-Ţróttur V.
Nesfisk-völlurinn
19:15 Kári-Tindastóll
Akraneshöllin
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Ísbjörninn-Björninn
Kórinn - Gervigras
20:00 Árborg-Ýmir
JÁVERK-völlurinn
20:00 Vatnaliljur-SR
Fagrilundur - gervigras
föstudagur 5. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 Stjarnan-Grindavík
Samsung völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Ţór-Fram
Ţórsvöllur
19:15 Grótta-Njarđvík
Vivaldivöllurinn
20:00 Víkingur Ó.-Afturelding
Ólafsvíkurvöllur
3. deild karla
20:00 Vćngir Júpiters-Skallagrímur
Fjölnisvöllur - Gervigras
20:00 Álftanes-KH
Bessastađavöllur
Inkasso deild kvenna
18:00 Afturelding-Tindastóll
Varmárvöllur - gervigras
19:15 FH-Ţróttur R.
Kaplakrikavöllur
19:15 Fjölnir-Haukar
Extra völlurinn
2. deild kvenna
17:00 Sindri-Álftanes
Sindravellir
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 Snćfell-ÍH
Stykkishólmsvöllur
laugardagur 6. júlí
Pepsi Max-deild karla
14:00 ÍA-Fylkir
Norđurálsvöllurinn
16:00 ÍBV-KR
Hásteinsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Ţróttur R.-Magni
Eimskipsvöllurinn
2. deild karla
14:00 Fjarđabyggđ-KFG
Eskjuvöllur
14:00 Völsungur-Selfoss
Húsavíkurvöllur
14:00 Vestri-Leiknir F.
Olísvöllurinn
3. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-KV
Vilhjálmsvöllur
14:00 Einherji-Augnablik
Vopnafjarđarvöllur
14:00 Kórdrengir-Sindri
Framvöllur
16:00 Reynir S.-KF
Europcarvöllurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Samherjar-Mídas
Hrafnagilsvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
16:00 Kormákur/Hvöt-KB
Blönduósvöllur
sunnudagur 7. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 Breiđablik-HK
Kópavogsvöllur
2. deild kvenna
14:00 Fjarđab/Höttur/Leiknir-Álftanes
Vilhjálmsvöllur
mánudagur 8. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 FH-Víkingur R.
Kaplakrikavöllur
Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Keflavík-Valur
Nettóvöllurinn
Inkasso deild kvenna
19:15 Tindastóll-Grindavík
Sauđárkróksvöllur
2. deild kvenna
19:15 Hamrarnir-Völsungur
Boginn
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Léttir-Stokkseyri
Hertz völlurinn
20:00 Álafoss-GG
Tungubakkavöllur
ţriđjudagur 9. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 ÍBV-Selfoss
Hásteinsvöllur
19:15 KR-Stjarnan
Meistaravellir
19:15 Breiđablik-Fylkir
Kópavogsvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Hamar-Fenrir
Grýluvöllur
miđvikudagur 10. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Ţór/KA-HK/Víkingur
Ţórsvöllur
3. deild karla
19:00 Sindri-Vćngir Júpiters
Sindravellir
19:00 KF-Einherji
Ólafsfjarđarvöllur
20:00 KH-Höttur/Huginn
Valsvöllur
20:00 Skallagrímur-Reynir S.
Skallagrímsvöllur
20:00 Augnablik-Álftanes
Fagrilundur - gervigras
20:00 KV-Kórdrengir
KR-völlur
Inkasso deild kvenna
19:15 Augnablik-FH
Kópavogsvöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
20:00 Björninn-SR
Fjölnisvöllur - Gervigras
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
19:00 Hvíti riddarinn-Úlfarnir
Varmárvöllur
20:00 Afríka-ÍH
Leiknisvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:00 KFR-Kóngarnir
SS-völlurinn
20:00 Elliđi-Kría
Fylkisvöllur
fimmtudagur 11. júlí
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Magni-Ţór
Grenivíkurvöllur
19:15 Afturelding-Ţróttur R.
Varmárvöllur - gervigras
19:15 Njarđvík-Víkingur Ó.
Rafholtsvöllurinn
19:15 Fjölnir-Keflavík
Extra völlurinn
19:15 Haukar-Grótta
Ásvellir
19:15 Fram-Leiknir R.
Framvöllur
2. deild karla
19:15 Leiknir F.-Fjarđabyggđ
Fjarđabyggđarhöllin
19:15 Selfoss-Kári
JÁVERK-völlurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
20:00 Ýmir-Ísbjörninn
Versalavöllur
20:30 Mídas-Árborg
Víkingsvöllur
föstudagur 12. júlí
2. deild karla
19:15 KFG-ÍR
Samsung völlurinn
Inkasso deild kvenna
19:15 Afturelding-ÍA
Varmárvöllur - gervigras
19:15 Haukar-Grindavík
Ásvellir
19:15 Ţróttur R.-Fjölnir
Eimskipsvöllurinn
19:15 Tindastóll-ÍR
Sauđárkróksvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 Snćfell-KB
Stykkishólmsvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Álafoss-Stokkseyri
Tungubakkavöllur
laugardagur 13. júlí
Pepsi Max-deild karla
16:00 ÍBV-FH
Hásteinsvöllur
2. deild karla
14:00 Ţróttur V.-Völsungur
Vogaídýfuvöllur
14:00 Tindastóll-Vestri
Sauđárkróksvöllur
15:00 Dalvík/Reynir-Víđir
Dalvíkurvöllur
2. deild kvenna
14:00 Fjarđab/Höttur/Leiknir-Hamrarnir
Eskjuvöllur
14:00 Álftanes-Sindri
Bessastađavöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Samherjar-Vatnaliljur
Hrafnagilsvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
16:00 KM-Kormákur/Hvöt
KR-völlur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
16:15 Hörđur Í.-Berserkir
Olísvöllurinn
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
14:00 KÁ-KFS
Ásvellir
sunnudagur 14. júlí
Pepsi Max-deild karla
17:00 HK-KA
Kórinn
3. deild karla
14:00 Álftanes-Skallagrímur
Bessastađavöllur
14:00 Kórdrengir-KH
Framvöllur
14:00 Vćngir Júpiters-Höttur/Huginn
Fjölnisvöllur - Gervigras
14:00 Reynir S.-KV
Europcarvöllurinn
16:00 KF-Augnablik
Ólafsfjarđarvöllur
16:00 Einherji-Sindri
Vopnafjarđarvöllur
mánudagur 15. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 Grindavík-ÍA
Mustad völlurinn
19:15 Víkingur R.-Fylkir
Víkingsvöllur
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Ţór/KA-Valur
Ţórsvöllur
ţriđjudagur 16. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Breiđablik-ÍBV
Kópavogsvöllur
19:15 KR-HK/Víkingur
Meistaravellir
19:15 Selfoss-Stjarnan
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Ţór-Njarđvík
Ţórsvöllur
18:00 Keflavík-Magni
Nettóvöllurinn
19:15 Fjölnir-Fram
Extra völlurinn
19:15 Ţróttur R.-Grótta
Eimskipsvöllurinn
19:15 Víkingur Ó.-Haukar
Ólafsvíkurvöllur
19:15 Leiknir R.-Afturelding
Leiknisvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Stokkseyri-Hamar
Stokkseyrarvöllur
20:00 Fenrir-Álafoss
Hertz völlurinn
miđvikudagur 17. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Keflavík-Fylkir
Nettóvöllurinn
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 KB-KM
Leiknisvöllur
20:00 ÍH-Hvíti riddarinn
Ásvellir
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Berserkir-Léttir
Víkingsvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:00 Kóngarnir-Ćgir
Ţróttarvöllur
20:30 Kría-KFR
Vivaldivöllurinn
fimmtudagur 18. júlí
2. deild karla
19:15 Kári-Ţróttur V.
Akraneshöllin
Inkasso deild kvenna
19:15 FH-Afturelding
Kaplakrikavöllur
19:15 ÍR-Haukar
Hertz völlurinn
19:15 Grindavík-Ţróttur R.
Mustad völlurinn
19:15 Fjölnir-Augnablik
Extra völlurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Ísbjörninn-Mídas
Kórinn - Gervigras
20:00 Vatnaliljur-Björninn
Fagrilundur - gervigras
20:00 SR-Ýmir
Ţróttarvöllur
föstudagur 19. júlí
2. deild karla
19:15 Dalvík/Reynir-KFG
Dalvíkurvöllur
3. deild karla
20:00 Augnablik-KH
Fagrilundur - gervigras
20:00 KV-Vćngir Júpiters
KR-völlur
Inkasso deild kvenna
18:00 ÍA-Tindastóll
Norđurálsvöllurinn
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 Úlfarnir-Snćfell
Framvöllur - Úlfarsárdal
laugardagur 20. júlí
Pepsi Max-deild karla
16:00 Víkingur R.-Valur
Víkingsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
14:00 Grótta-Víkingur Ó.
Vivaldivöllurinn
14:00 Haukar-Fjölnir
Ásvellir
14:00 Njarđvík-Ţróttur R.
Rafholtsvöllurinn
16:00 Magni-Leiknir R.
Grenivíkurvöllur
16:00 Afturelding-Ţór
Varmárvöllur - gervigras
2. deild karla
13:30 Víđir-Leiknir F.
Nesfisk-völlurinn
14:00 ÍR-Tindastóll
Hertz völlurinn
14:00 Vestri-Völsungur
Olísvöllurinn
14:00 Fjarđabyggđ-Selfoss
Eskjuvöllur
3. deild karla
14:00 Einherji-Skallagrímur
Vopnafjarđarvöllur
14:00 Höttur/Huginn-Kórdrengir
Vilhjálmsvöllur
16:00 Sindri-Reynir S.
Sindravellir
16:00 KF-Álftanes
Ólafsfjarđarvöllur
2. deild kvenna
16:00 Hamrarnir-Álftanes
Boginn
16:30 Fjarđab/Höttur/Leiknir-Grótta
Vilhjálmsvöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Árborg-Samherjar
JÁVERK-völlurinn
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
16:00 Kormákur/Hvöt-Afríka
Blönduósvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
14:00 KFS-Elliđi
Týsvöllur
sunnudagur 21. júlí
Pepsi Max-deild karla
16:00 KA-ÍA
Greifavöllurinn
16:00 Fylkir-ÍBV
Würth völlurinn
16:00 Breiđablik-Grindavík
Kópavogsvöllur
19:15 KR-Stjarnan
Meistaravellir
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Fram-Keflavík
Framvöllur
2. deild kvenna
16:00 Sindri-Grótta
Sindravellir
mánudagur 22. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 HK-FH
Kórinn
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Hamar-Berserkir
Grýluvöllur
20:00 Fenrir-GG
Hertz völlurinn
ţriđjudagur 23. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 ÍBV-Keflavík
Hásteinsvöllur
18:00 Fylkir-Ţór/KA
Würth völlurinn
19:15 Breiđablik-Selfoss
Kópavogsvöllur
19:15 HK/Víkingur-Stjarnan
Víkingsvöllur
19:15 Valur-KR
Origo völlurinn
miđvikudagur 24. júlí
3. deild karla
20:00 Kórdrengir-Vćngir Júpiters
Framvöllur
Inkasso deild kvenna
19:15 Fjölnir-Afturelding
Extra völlurinn
19:15 ÍR-Ţróttur R.
Hertz völlurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
20:00 Ýmir-Björninn
Versalavöllur
20:00 Mídas-SR
Víkingsvöllur
20:00 Árborg-Vatnaliljur
JÁVERK-völlurinn
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 Úlfarnir-ÍH
Framvöllur - Úlfarsárdal
20:00 KB-Hvíti riddarinn
Leiknisvöllur
20:00 KM-Afríka
KR-völlur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:00 Elliđi-KÁ
Fylkisvöllur
20:00 Ćgir-Kría
Ţorlákshafnarvöllur
fimmtudagur 25. júlí
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Njarđvík-Leiknir R.
Rafholtsvöllurinn
19:15 Víkingur Ó.-Ţróttur R.
Ólafsvíkurvöllur
19:15 Haukar-Fram
Ásvellir
19:15 Afturelding-Keflavík
Varmárvöllur - gervigras
2. deild karla
17:30 Leiknir F.-ÍR
Fjarđabyggđarhöllin
19:15 KFG-Víđir
Samsung völlurinn
3. deild karla
20:00 Skallagrímur-Augnablik
Skallagrímsvöllur
Inkasso deild kvenna
19:15 FH-ÍA
Kaplakrikavöllur
19:15 Grindavík-Augnablik
Mustad völlurinn
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
18:00 KFR-KFS
SS-völlurinn
föstudagur 26. júlí
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Grótta-Ţór
Vivaldivöllurinn
Inkasso deild kvenna
19:15 Tindastóll-Haukar
Sauđárkróksvöllur
2. deild kvenna
19:15 Völsungur-Hamrarnir
Húsavíkurvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 GG-Hörđur Í.
Grindavíkurvöllur
laugardagur 27. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
14:00 Breiđablik-Keflavík
Kópavogsvöllur
14:00 Ţór/KA-ÍBV
Ţórsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Magni-Fjölnir
Grenivíkurvöllur
2. deild karla
14:00 Völsungur-Kári
Húsavíkurvöllur
14:00 Vestri-Selfoss
Olísvöllurinn
14:00 Dalvík/Reynir-Ţróttur V.
Dalvíkurvöllur
16:00 Tindastóll-Fjarđabyggđ
Sauđárkróksvöllur
3. deild karla
14:00 KV-Einherji
KR-völlur
14:00 Höttur/Huginn-Reynir S.
Vilhjálmsvöllur
15:00 KH-KF
Valsvöllur
16:00 Sindri-Álftanes
Sindravellir
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Samherjar-Ísbjörninn
Hrafnagilsvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
17:00 Kormákur/Hvöt-Snćfell
Hvammstangavöllur
sunnudagur 28. júlí
Pepsi Max-deild karla
16:00 KA-FH
Greifavöllurinn
16:00 Grindavík-ÍBV
Mustad völlurinn
19:15 ÍA-Valur
Norđurálsvöllurinn
19:15 Fylkir-KR
Würth völlurinn
19:15 HK-Stjarnan
Kórinn
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
13:00 Léttir-Hörđur Í.
Hertz völlurinn
mánudagur 29. júlí
Pepsi Max-deild karla
19:15 Víkingur R.-Breiđablik
Víkingsvöllur
ţriđjudagur 30. júlí
Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Stjarnan-Valur
Samsung völlurinn
19:15 KR-Fylkir
Meistaravellir
19:15 Selfoss-HK/Víkingur
JÁVERK-völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Ţór-Víkingur Ó.
Ţórsvöllur
19:15 Ţróttur R.-Haukar
Eimskipsvöllurinn
19:15 Keflavík-Njarđvík
Nettóvöllurinn
19:15 Leiknir R.-Grótta
Leiknisvöllur
Inkasso deild kvenna
18:00 FH-Tindastóll
Kaplakrikavöllur
19:15 ÍA-Fjölnir
Norđurálsvöllurinn
19:15 Afturelding-Grindavík
Varmárvöllur - gervigras
19:15 Augnablik-ÍR
Kópavogsvöllur
miđvikudagur 31. júlí
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Fram-Magni
Framvöllur
19:15 Fjölnir-Afturelding
Extra völlurinn
2. deild karla
18:00 Leiknir F.-Dalvík/Reynir
Fjarđabyggđarhöllin
18:00 Kári-Vestri
Akraneshöllin
19:15 Tindastóll-Víđir
Sauđárkróksvöllur
19:15 Selfoss-ÍR
JÁVERK-völlurinn
19:15 Ţróttur V.-KFG
Vogaídýfuvöllur
19:15 Völsungur-Fjarđabyggđ
Húsavíkurvöllur
3. deild karla
18:00 Einherji-Höttur/Huginn
Vopnafjarđarvöllur
19:00 KF-Skallagrímur
Ólafsfjarđarvöllur
19:00 Augnablik-Sindri
Fagrilundur - gervigras
19:00 Reynir S.-Kórdrengir
Europcarvöllurinn
20:00 Vćngir Júpiters-KH
Fjölnisvöllur - Gervigras
20:00 Álftanes-KV
Bessastađavöllur
Inkasso deild kvenna
19:15 Ţróttur R.-Haukar
Eimskipsvöllurinn
fimmtudagur 1. ágúst
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Breiđablik-Ţór/KA
Kópavogsvöllur
laugardagur 3. ágúst
Pepsi Max-deild karla
14:00 ÍBV-HK
Hásteinsvöllur
ţriđjudagur 6. ágúst
Pepsi Max-deild karla
19:15 Stjarnan-Víkingur R.
Samsung völlurinn
19:15 FH-ÍA
Kaplakrikavöllur
19:15 KR-Grindavík
Meistaravellir
miđvikudagur 7. ágúst
Pepsi Max-deild karla
18:00 Breiđablik-KA
Kópavogsvöllur
19:15 Valur-Fylkir
Origo völlurinn
fimmtudagur 8. ágúst
Pepsi-Max deild kvenna
19:15 Keflavík-Selfoss
Nettóvöllurinn
2. deild karla
19:15 Dalvík/Reynir-Tindastóll
Dalvíkurvöllur
Inkasso deild kvenna
19:15 Tindastóll-Ţróttur R.
Sauđárkróksvöllur
19:15 Fjölnir-FH
Extra völlurinn
19:15 Haukar-Augnablik
Ásvellir
19:15 ÍR-Afturelding
Hertz völlurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Vatnaliljur-Ýmir
Fagrilundur - gervigras
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
19:00 Stokkseyri-Fenrir
Stokkseyrarvöllur
19:00 GG-Léttir
Grindavíkurvöllur
20:00 Berserkir-Álafoss
Víkingsvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
21:00 Kría-Kóngarnir
Vivaldivöllurinn
föstudagur 9. ágúst
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 ÍBV-KR
Hásteinsvöllur
19:15 Fylkir-Stjarnan
Würth völlurinn
19:15 Valur-HK/Víkingur
Origo völlurinn
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Grótta-Keflavík
Vivaldivöllurinn
19:15 Afturelding-Fram
Varmárvöllur - gervigras
19:15 Víkingur Ó.-Leiknir R.
Ólafsvíkurvöllur
19:15 Njarđvík-Fjölnir
Rafholtsvöllurinn
2. deild karla
19:15 Víđir-Selfoss
Nesfisk-völlurinn
3. deild karla
20:00 KH-Skallagrímur
Valsvöllur
20:00 Vćngir Júpiters-Reynir S.
Fjölnisvöllur - Gervigras
20:00 KV-Augnablik
KR-völlur
Inkasso deild kvenna
19:15 Grindavík-ÍA
Mustad völlurinn
2. deild kvenna
19:15 Leiknir R.-Álftanes
Leiknisvöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Ísbjörninn-Árborg
Kórinn - Gervigras
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
19:00 Afríka-Úlfarnir
Leiknisvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
20:15 KÁ-KFR
Ásvellir
laugardagur 10. ágúst
Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Ţróttur R.-Ţór
Eimskipsvöllurinn
16:00 Haukar-Magni
Ásvellir
2. deild karla
13:30 KFG-Leiknir F.
Samsung völlurinn
14:00 Ţróttur V.-Vestri
Vogaídýfuvöllur
14:00 ÍR-Völsungur
Hertz völlurinn
14:00 Fjarđabyggđ-Kári
Eskjuvöllur
3. deild karla
14:00 Höttur/Huginn-Álftanes
Vilhjálmsvöllur
14:00 Kórdrengir-Einherji
Framvöllur
16:00 Sindri-KF
Sindravellir
2. deild kvenna
16:00 Hamrarnir-Sindri
Boginn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Björninn-Mídas
Fjölnisvöllur - Gervigras
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
14:00 ÍH-KB
Leiknisvöllur
16:00 Kormákur/Hvöt-Hvíti riddarinn
Blönduósvöllur
16:00 Snćfell-KM
Stykkishólmsvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
15:00 Hörđur Í.-Hamar
Olísvöllurinn
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
14:00 KFS-Ćgir
Týsvöllur
sunnudagur 11. ágúst
Pepsi Max-deild karla
16:00 ÍA-Breiđablik
Norđurálsvöllurinn
16:00 HK-KR
Kórinn
16:00 KA-Stjarnan
Greifavöllurinn
16:00 Víkingur R.-ÍBV
Víkingsvöllur
19:15 Fylkir-Grindavík
Würth völlurinn
20:00 Valur-FH
Origo völlurinn
2. deild kvenna
14:00 Fjarđab/Höttur/Leiknir-Völsungur
Vilhjálmsvöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 SR-Samherjar
Ţróttarvöllur
ţriđjudagur 13. ágúst
Inkasso deild kvenna
18:00 Fjölnir-Tindastóll
Extra völlurinn
19:15 Afturelding-Haukar
Varmárvöllur - gervigras
19:15 FH-Grindavík
Kaplakrikavöllur
19:15 Augnablik-Ţróttur R.
Kópavogsvöllur
19:15 ÍA-ÍR
Norđurálsvöllurinn
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
19:00 Stokkseyri-GG
Stokkseyrarvöllur
20:00 Fenrir-Berserkir
Hertz völlurinn
miđvikudagur 14. ágúst
2. deild kvenna
19:15 Grótta-Leiknir R.
Vivaldivöllurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
20:00 Mídas-Ýmir
Víkingsvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
19:00 KB-Úlfarnir
Leiknisvöllur
fimmtudagur 15. ágúst
Pepsi-Max deild kvenna
18:00 Ţór/KA-Keflavík
Ţórsvöllur
18:00 KR-Breiđablik
Meistaravellir
18:00 Selfoss-Valur
JÁVERK-völlurinn
18:00 Stjarnan-ÍBV
Samsung völlurinn
19:15 HK/Víkingur-Fylkir
Víkingsvöllur
Inkasso deildin - 1. deild karla
19:15 Fram-Njarđvík
Framvöllur
3. deild karla
19:00 Reynir S.-KH
Europcarvöllurinn
19:00 Álftanes-Kórdrengir
Bessastađavöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Ísbjörninn-Vatnaliljur
Kórinn - Gervigras
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 KM-Hvíti riddarinn
KR-völlur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
19:00 Hamar-Léttir
Grýluvöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
19:00 Ćgir-KÁ
Ţorlákshafnarvöllur
föstudagur 16. ágúst
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Ţór-Haukar
Ţórsvöllur
18:00 Fjölnir-Grótta
Extra völlurinn
18:00 Leiknir R.-Ţróttur R.
Leiknisvöllur
18:00 Keflavík-Víkingur Ó.
Nettóvöllurinn
2. deild karla
19:15 Kári-ÍR
Akraneshöllin
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
19:00 Árborg-SR
JÁVERK-völlurinn
laugardagur 17. ágúst
Inkasso deildin - 1. deild karla
16:00 Magni-Afturelding
Grenivíkurvöllur
2. deild karla
14:00 Ţróttur V.-Leiknir F.
Vogaídýfuvöllur
14:00 Vestri-Fjarđabyggđ
Olísvöllurinn
15:00 Tindastóll-KFG
Sauđárkróksvöllur
16:00 Völsungur-Víđir
Húsavíkurvöllur
16:00 Selfoss-Dalvík/Reynir
JÁVERK-völlurinn
3. deild karla
14:00 Einherji-Vćngir Júpiters
Vopnafjarđarvöllur
14:00 Augnablik-Höttur/Huginn
Fagrilundur - gervigras
14:00 Skallagrímur-Sindri
Skallagrímsvöllur
16:00 KF-KV
Ólafsfjarđarvöllur
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
16:00 Samherjar-Björninn
Hrafnagilsvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
16:00 Snćfell-Afríka
Stykkishólmsvöllur
16:00 Kormákur/Hvöt-ÍH
Blönduósvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
16:00 Álafoss-Hörđur Í.
Tungubakkavöllur
4. deild karla - D-riđill - 4. deild karla
14:00 Kóngarnir-KFS
Ţróttarvöllur
14:00 KFR-Elliđi
SS-völlurinn
sunnudagur 18. ágúst
Pepsi Max-deild karla
16:00 ÍBV-KA
Hásteinsvöllur
16:00 Grindavík-HK
Mustad völlurinn
18:00 FH-Fylkir
Kaplakrikavöllur
19:15 Stjarnan-ÍA
Samsung völlurinn
Inkasso deild kvenna
15:00 Tindastóll-Augnablik
Sauđárkróksvöllur
2. deild kvenna
14:00 Leiknir R.-Sindri
Leiknisvöllur
16:00 Völsungur-Grótta
Húsavíkurvöllur
mánudagur 19. ágúst
Pepsi Max-deild karla
18:00 KR-Víkingur R.
Meistaravellir
19:15 Breiđablik-Valur
Kópavogsvöllur
Inkasso deild kvenna
18:00 ÍR-FH
Hertz völlurinn
18:00 Ţróttur R.-Afturelding
Eimskipsvöllurinn
18:00 Haukar-ÍA
Ásvellir
18:00 Grindavík-Fjölnir
Mustad völlurinn
miđvikudagur 21. ágúst
2. deild karla
17:30 Leiknir F.-Tindastóll
Fjarđabyggđarhöllin
17:30 Fjarđabyggđ-Ţróttur V.
Eskjuvöllur
18:00 Dalvík/Reynir-Völsungur
Dalvíkurvöllur
18:00 ÍR-Vestri
Hertz völlurinn
18:00 Víđir-Kári
Nesfisk-völlurinn
19:15 KFG-Selfoss
Samsung völlurinn
3. deild karla
19:00 Kórdrengir-Augnablik
Framvöllur
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
20:00 ÍH-KM
Ásvellir
20:00 Afríka-KB
Leiknisvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
18:30 GG-Hamar
Grindavíkurvöllur
20:15 Berserkir-Stokkseyri
Víkingsvöllur
fimmtudagur 22. ágúst
Inkasso deildin - 1. deild karla
18:00 Haukar-Afturelding
Ásvellir
3. deild karla
20:00 Vćngir Júpiters-Álftanes
Fjölnisvöllur - Gervigras
Inkasso deild kvenna
18:00 ÍA-Ţróttur R.
Norđurálsvöllurinn
4. deild karla - A-riđill - 4. deild karla
18:30 SR-Ísbjörninn
Ţróttarvöllur
18:30 Vatnaliljur-Mídas
Fagrilundur - gervigras
4. deild karla - B-riđill - 4. deild karla
18:30 Hvíti riddarinn-Snćfell
Varmárvöllur
4. deild karla - C-riđill - 4. deild karla
20:00 Léttir-Álafoss
Hertz völlurinn