Rashford, Fonseca, Moyes, Jorginho, Fati, Lenglet, Amorim, Sterling og Lukaku koma við sögu
   fös 06. október 2017 19:18
Brynjar Ingi Erluson
Eiður staðfestir söguna um Mourinho - Smyglaði sér inn í búningsklefa Chelsea
Jose Mourinho smyglaði sér í gegnum þvottakörfu inn í búningsklefa Chelsea
Jose Mourinho smyglaði sér í gegnum þvottakörfu inn í búningsklefa Chelsea
Mynd: Getty Images
Eiður Smári Guðjohnsen, fyrrverandi landsliðsmaður í knattspyrnu, staðfesti í beinni útsendingu á RÚV í kvöld, flökkusögu sem gekk um Jose Mourinho fyrrum stjóra félagsins.

Eiður er spekingur í kringum leik Tyrklands og Íslands í undankeppni HM en hann ræddi við Hauk Harðarson og Pétur Marteinsson um leikbann tyrkneska þjálfarans Mircea Lucescu.

Saman ræddu þeir um mikilvægi þess að hafa þjálfarann á hliðarlínunni og minntist þá Eiður Smári um atvik sem átti sér stað í Meistaradeild Evrópu árið 2005.

Jose Mourinho, sem stýrði þá Chelsea, var þá dæmdur í tveggja leikja bann og mátti ekki vera á hliðarlínunni gegn Bayern München í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar.

Það var orðrómur um að Mourinho hefði smyglað sér í þvottakörfu inn í búningsklefa Chelsea til þess að leggja línurnar fyrir leikinn en Eiður Smári staðfesti þá sögu í kvöld.

Hægt er að sjá brot af því þegar Eiður staðfestir þetta á RÚV í kvöld með því að smella á tengilinn hér fyrir neðan.

Þegar Eiður staðfesti söguna um Mourinho
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner