Man Utd vill fá Watkins - Helmingslíkur á að Ten Hag verði áfram - PSG hefur áhuga á Mateta
   mán 29. apríl 2024 19:25
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Vardy ætlar að taka slaginn með Leicester í úrvalsdeildinni
Mynd: Getty Images

Leicester hefur þegar tryggt sér sæti í úrvalsdeildinni á næstu leiktíð en getur tryggt sér sigur í Championship deildinni með sigri á Preston North End í kvöld.


Sóknarmaðurinn Jamie Vardy hefur átt magnaðan feril en hann er orðinn 37 ára og er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna.

„Ég er ekki tilbúinn að leggja skóna á hilluna, fæturnir eru í lagi og ég er í mínu besta formi. Við sjáum til hvað gerist, það eru tveir leikir eftir og ég er að einbeita mér af þeim," sagði Vardy í viðtali við Sky Sports fyrir leikinn í kvöld.

Um tuttugu eru liðnar af leiknum og er staðan enn markalaus. Vardy er í byrjunarliðinu en hann hefur skorað 16 mörk í 33 leikjum í Championship deildinni á þessari leiktíð.


Athugasemdir
banner
banner
banner