Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   mán 30. október 2017 10:20
Elvar Geir Magnússon
Líkir besta leikmanni HM U17 við Paul Scholes
Phil Foden var valinn besti leikmaður HM U17.
Phil Foden var valinn besti leikmaður HM U17.
Mynd: Getty Images
Phil Foden, leikmaður Manchester City, var valinn besti leikmaður HM U17 en mótinu lauk um helgina þegar England vann magnaðan 5-2 sigur gegn Spáni í úrslitum.

Joe Makin, einn af njósnurum Manchester City, er í viðtali við Daily Mail en hann hefur fylgst með þessum unga leikmanni, sem er fæddur í Stockport, frá því að hann var kornungur.

„Ég sé hann eins og Paul Scholes. Hann mætir á hverjum degi og æfir sig og töltir svo heim. Hann er sá þöglasti í hópnum þrátt fyrir að hann æfi með aðalliðinu," segir Makin.

Foden ku ekki hafa umboðsmann þó það vanti ekki áhugann frá umboðsmönnum um allan heim.

Pep Guardiola, stjóri Manchester City, hefur miklar mætur á Foden en strákurinn tók þátt í öllu undirbúningstímabili aðalliðsins og spilaði meðal annars í leiknum gegn West Ham á Laugardalsvelli.

„Foden spilaði gegn Manchester United og Real Madrid í
Bandaríkjunum í sumar. Hann elskar að vera hjá City og við munum gera allt til að hjálpa honum að verða betri leikmaður,"
segir Guardiola.


Athugasemdir
banner
banner