Man Utd hefur áhuga á Yoro - Osimhen í forgangi hjá Chelsea - Napoli, Juve og Atletico hafa áhuga á Greenwood
   lau 28. október 2017 16:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
England heimsmeistari U17 liða
Rhian Brewster.
Rhian Brewster.
Mynd: Getty Images
Spánn 2 - 5 England
Mörk Spánar: Sergio Gomez 2. Mörk Englands: Phil Foden 2, Rhian Brewster, Morgan Gibbs-White, Marc Guehi.

England er heimsmeistari í aldursflokkinum 17 ára og yngri eftir endurkomusigur gegn Spánverjum í dag.

Keppnin fór fram á Indlandi, en rúmlega 66 þúsund manns mættu á úrslitaleikinn í dag.

Spánn komst 2-0 yfir, en Rhian Brewster, leikmaður Liverpool, minnkaði muninn rétt fyrir hlé.

Englendingar gengu svo á lagið í seinni hálfleiknum og skoruðu fjögur mörk og unnu 5-2. Phil Foden, leikmaður Manchester City, skoraði tvö af mörkum Englands. Foden var valinn besti leikmaður mótsins eftir úrslitaleikinn gegn Spánverjum.

Unglingalið Englands hafa verið að gera frábæra hluti að undanförnu eins og sjá má í tístinu hér að neðan.





Athugasemdir
banner
banner
banner
banner