Branthwaite, Zirkzee og Olise til Man Utd? - Potter til Hollands - Nunez til Barca og Osimhen til Chelsea
   fim 08. febrúar 2018 17:15
Elvar Geir Magnússon
Pochettino vill ekki spila í Rochdale
Völlur Rochdale í bikarleik gegn Millwall í vikunni.
Völlur Rochdale í bikarleik gegn Millwall í vikunni.
Mynd: Getty Images
Mauricio Pochettino segir að Rochdale völlurinn sé ekki boðlegur fyrir leik í fimmtu umferð enska bikarsins. Tottenham á að mæta Rochdale á útivelli annan sunnudag.

Völlurinn er illa farinn og hefur aðeins einn leikur farið þar fram síðan 9. janúar, bikarleikur Rochdale og Millwall síðasta þriðjudag.

Pochettino telur að leikmenn séu settir í meiðslahættu ef þeir eru látnir spila við þessar aðstæður.

„Ég held að leikmenn beggja liða setji sig í hættu með því að spila. Enska knattspyrnusambandið þarf að skoða völlinn og taka svo ákvörðun í framhaldinu. Þetta er ekki völlur sem er boðlegur í fótboltaleik," segir Pochettino.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner