Arsenal hlustar á tilboð í Jesus - Tottenham reynir við Gallagher - Liverpool orðað við varnarmann Frankfurt
   sun 11. febrúar 2018 12:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pennant: Ég er ekki klámstjarna
Pennant var síðast á mála hjá utandeildarliðinu Billericay Town.
Pennant var síðast á mála hjá utandeildarliðinu Billericay Town.
Mynd: Getty Images
„Að kalla mig klámstjörnu, að það skuli komast á forsíðu blaðanna er brandari," segir Jermaine Pennant í samtali við Mirror.

Í var sagt frá því að Pennant hefði tekið þátt í klámmyndbandi með eiginkonu sinni. Eiginkona hans, Alice Goodwin, rukkar víst sex pund á mínútuna fyrir kynlífsathafnir í gegnum vefmyndavél.

Pennant á að hafa tekið þátt í einu slíku myndbandi ásamt henni. Hann reyndi að hylja andlit sitt, en er með áberandi huðflúr á líkamanum sem sáust í myndbandinu.

Pennant er ekki sáttur með þessar ásakanir.

„Vandamálið er að sumt fólk mun trúa því að ég sé í klámiðnaðinum. Ég hef ekki átt fulkomið líf og ég mun leyfa almenningi að skyggnast betur inn í það í ævisögu minni sem kemur bráðlega út. En ég er ekki og mun aldrei verða klámstjarna."

„Þetta gæti haft mikil áhrif á mig og fjölskyldu mína. Lögmenn mínir eru komnir í málið"

Pennant (35) hefur stoppað víða á ferli sínum, þar á meðal hjá Arsenal og Liverpool. Hann var síðast á mála hjá utandeildarliðinu Billericay Town.
Athugasemdir
banner
banner
banner