Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   fös 13. apríl 2018 11:23
Magnús Már Einarsson
Kovac tekur við Bayern (Staðfest)
Niko Kovac.
Niko Kovac.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bayern Munchen hefur tilkynnt að Niko Kovac taki við þjálfun liðsins í sumar.

Jupp Heynckes tók við Bayern í október eftir að Carlo Ancelotti var rekinn.

Frá upphafi lá fyrir að Heynckes myndi hætta í sumar og að nýr þjálfari yrði ráðinn þá.

Bayern staðfesti síðan í dag að Kovac hafi samþykkt þriggja ára samning.

Kovac var landsliðsþjálfari Króatíu í umspilinu gegn Íslandi árið 2013. Hann er í dag þjálfari Frankfurt en í sumar mun hann taka við Bayern.
Athugasemdir
banner
banner