Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
banner
   fim 23. ágúst 2018 13:00
Magnús Már Einarsson
Ronaldo: Draumurinn að strákurinn verði fótboltamaður
Feðgarnir á góðri stundu.
Feðgarnir á góðri stundu.
Mynd: Getty Images
Cristiano Ronaldo, leikmaður Juventus, vonast til að sonur sinn feti í sín fótspor og verði atvinnumaður í fótbolta í framtíðinni.

Ronaldo yngri, sem er átta ára, hefur sést sýna góða takta með boltann á myndböndum sem hafa birst á samfélagsmiðlum.

„Hann er með mikið keppnisskap. Hann er eins og ég þegar ég var ungur. Hann vill ekki tapa og hann verður eins og ég. Ég er viss um það. 100%," sagði Cristiano Ronaldo.

„Ég vil kenna honum ýmislegt en hann gerir það sem hann vill og ég mun alltaf styðja hann."

„Auðvitað vil ég að Cristiano verði fóboltamaður því ég tel að hann hafi það sem til þarf. Hann er með góðan líkama, hann er fljótur, hann hefur tækni og hann er góður skotmaður."

„Eins og þið vitið þá tekur hann sínar ákvarðanir og hann er ennþá ungur. Ég ætla ekki að setja pressu á hann en auðvitað er draumur minn að strákurinn minn verði fótboltamaður."

Athugasemdir
banner
banner
banner