Man Utd ætlar að reka Ten Hag - Hver tekur við? - Tuchel hefur áhuga á starfinu
   lau 25. ágúst 2018 21:36
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Færeyjar: Grátlegt tap í bikarúrslitum hjá lærisveinum Heimis
B36 vann í vítaspyrnukeppni
HB var með leikinn í höndum sér.
HB var með leikinn í höndum sér.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Brynjar Hlöðversson og Grétar Snær Gunnarsson voru báðir í byrjunarliði HB frá Þórshöfn þegar liðið tapaði á mjög svo svekkjandi hátt í bikarúrslitunum í Færeyjum.

Heimir Guðjónsson er þjálfari HB en hann hefur verið að gera frábæra hluti með liðið.

Staðan var markalaus í hálfleik en snemma í seinni hálfleiknum kom Tróndur Jensson liði HB yfir. B36 jafnaði úr vítaspyrnu stuttu síðar en hinn efnilegi Adrian Justinussen var ekki lengi að koma HB aftur yfir. Adrian hefur raðað inn mörkum á tímabilinu.

HB virtist vera að sigla sínum 27. bikarmeistaratitli í höfn. Því miður fyrir HB þá jafnaði B36 á 95. mínútu. Þegar þarna var komið við sögu hafði B36 fengið tvö rauð spjöld en níu leikmönnum B36 tókst að jafna metin. Ótrúlegt.

Mjög svekkjandi fyrir HB, en liðinu tókst ekki að skora í framlengingunni gegn níu leikmönnum B36.

Í vítaspyrnukeppninni hafði B36 betur, þeir skoruðu úr öllum sínum spyrnum en HB klúðraði einni.

Gríðarlega svekkjandi fyrir Heimi, Brynjar og Grétar.





Athugasemdir
banner
banner
banner